Sigmundur Davíð telur ólíklegt að Norðmenn yfirgefi Drekann Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. október 2013 18:38 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist eiga von á því að Norðmenn standi við þegar gerða samninga um olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu þrátt fyrir að tveir flokkar sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg vilji að Norðmenn dragi sig úr verkefninu. Noregur mun hugsanlega draga sig út úr olíuleit við Ísland eftir tvö ár. Smáflokkarnir tveir sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri, ætla að vinna gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Frá því var greint í norska dagblaðinu Aftenposten að ný ríkisstjórn Norðmanna gæti gert út af við olíudraum Íslendinga.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki fengið nánari skýringar á afstöðu flokkanna. „Hins vegar virðist ljóst að Norðmenn munu standa við samkomulag sem var gert, þ.e þátttöku þeirra í fyrsta áfanga leitarinnar sem mun vara í tvö ár. Að þeim tíma liðnum verður vonandi komið í ljós að þarna séu verulegar líkur á olíu- og gaslindum og þá ætti það að hvetja menn áfram," segir Sigmundur Davíð.Væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir okkur ef Petoro (að fullu í eigu norska ríkisins) myndi draga sig út úr verkefninu? „Það hefur auðvitað ýmsa kosti að hafa Norðmenn þarna með og þeir verða að öllum líkindum með að minnsta kosti þessi fyrstu tvö ár í samræmi við gert samkomulag. Ef að niðurstöður á þeim tíma verða jákvæðar þykir mér ólíklegt að þeir muni ákveða að draga sig út úr þessu þegar á hólminn er komið.“ Sigmundur Davíð segir að íslensk stjórnvöld virði afstöðu Norðmanna, hver sem hún verði, en að ríkisstjórnin muni lýsa yfir vilja til að vinna með þeim áfram. Hann segir að hver sem niðurstaðan verði muni hún ekki skaða samskipti ríkjanna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er talað um stofnun ríkisolíufélags. „Sú vinna er í gangi og þetta er ágætis áminning um mikilvægi þess að byggja upp þekkingu og reynslu á sviði olíuleitar og rannsókna á Íslandi. Sú þekking mun nýtast okkur hvað sem líður þróuninni á Drekasvæðinu því að í hafinu í kringum okkur er mikið um að vera á þessu sviði og það yrði örugglega eftirspurn eftir aðkomu Íslendinga,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist eiga von á því að Norðmenn standi við þegar gerða samninga um olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu þrátt fyrir að tveir flokkar sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg vilji að Norðmenn dragi sig úr verkefninu. Noregur mun hugsanlega draga sig út úr olíuleit við Ísland eftir tvö ár. Smáflokkarnir tveir sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri, ætla að vinna gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Frá því var greint í norska dagblaðinu Aftenposten að ný ríkisstjórn Norðmanna gæti gert út af við olíudraum Íslendinga.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki fengið nánari skýringar á afstöðu flokkanna. „Hins vegar virðist ljóst að Norðmenn munu standa við samkomulag sem var gert, þ.e þátttöku þeirra í fyrsta áfanga leitarinnar sem mun vara í tvö ár. Að þeim tíma liðnum verður vonandi komið í ljós að þarna séu verulegar líkur á olíu- og gaslindum og þá ætti það að hvetja menn áfram," segir Sigmundur Davíð.Væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir okkur ef Petoro (að fullu í eigu norska ríkisins) myndi draga sig út úr verkefninu? „Það hefur auðvitað ýmsa kosti að hafa Norðmenn þarna með og þeir verða að öllum líkindum með að minnsta kosti þessi fyrstu tvö ár í samræmi við gert samkomulag. Ef að niðurstöður á þeim tíma verða jákvæðar þykir mér ólíklegt að þeir muni ákveða að draga sig út úr þessu þegar á hólminn er komið.“ Sigmundur Davíð segir að íslensk stjórnvöld virði afstöðu Norðmanna, hver sem hún verði, en að ríkisstjórnin muni lýsa yfir vilja til að vinna með þeim áfram. Hann segir að hver sem niðurstaðan verði muni hún ekki skaða samskipti ríkjanna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er talað um stofnun ríkisolíufélags. „Sú vinna er í gangi og þetta er ágætis áminning um mikilvægi þess að byggja upp þekkingu og reynslu á sviði olíuleitar og rannsókna á Íslandi. Sú þekking mun nýtast okkur hvað sem líður þróuninni á Drekasvæðinu því að í hafinu í kringum okkur er mikið um að vera á þessu sviði og það yrði örugglega eftirspurn eftir aðkomu Íslendinga,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09