Stunginn með notaðri sprautunál Hrund Þórsdóttir skrifar 5. október 2013 09:57 Í dómnum segir að það gæti valdið ótta í samfélaginu yrði ákærði, Stefán Logi Sívarsson, látinn laus. Í dómnum er birt greinargerð lögreglu þar sem vitnisburðir brotaþola koma fram og er atburðum þriggja árása lýst. Tilefni þeirra er sagt vera framhjáhald eins fórnarlambsins með kærustu Stefáns og eru lýsingar á ofbeldi sem hann er grunaður um að hafa framið, afar ógeðfelldar. Brotaþoli A, sem kveðst hafa upplýst Stefán um framhjáhald kærustunnar með brotaþola B, lýsir því meðal annars að Stefán og annar maður sem einnig er ákærður í málinu, hafi ítrekað stungið hann með eggvopni, kýlt hann í andlitið og lamið í hnéskeljar og handarbök, líklega með hafnaboltakylfu. Þá hafi hann verið stunginn nokkrum sinnum með notaðri sprautunál. Samkvæmt læknisvottorði hlaut viðkomandi m.a. brot á augntóftargólfi og kinnbeini, mar í hársverði og sár á framhandlegg eftir eggvopn. Brotaþoli B kveðst meðal annars hafa verið bundinn, liggjandi á gólfi og þannig laminn illa, meðal annars með kylfum. Þá eru hinir ákærðu sagðir hafa sprautað eldfimum vökva á viðkvæma líkamshluta B og lagt eld að. Þá hafi hann verið þvingaður til að gleypa pillur og sprauta sig með óþekktu lyfi. Samkvæmt læknisvottorði hlaut brotaþoli B mjög slæma áverka sem benda til misþyrminga í pyntingaskyni. Stefán sætir að auki ákæru vegna sérstaklega hættulegrar líkamsárásar á kærustu sína. Er honum gert að sök að hafa bundið belti af baðsloppi um háls hennar og dregið hana þannig að henni hafi legið við köfnun. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að brotin, sem leiki sterkur grunur um að ákærði hafi framið, feli í sér stórfelldar líkamsárásir og að það gæti valdið ótta í samfélaginu um áframhaldandi ofbeldisbrot, verði ákærði látinn laus. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi til 30. október. Stokkseyrarmálið Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Í dómnum er birt greinargerð lögreglu þar sem vitnisburðir brotaþola koma fram og er atburðum þriggja árása lýst. Tilefni þeirra er sagt vera framhjáhald eins fórnarlambsins með kærustu Stefáns og eru lýsingar á ofbeldi sem hann er grunaður um að hafa framið, afar ógeðfelldar. Brotaþoli A, sem kveðst hafa upplýst Stefán um framhjáhald kærustunnar með brotaþola B, lýsir því meðal annars að Stefán og annar maður sem einnig er ákærður í málinu, hafi ítrekað stungið hann með eggvopni, kýlt hann í andlitið og lamið í hnéskeljar og handarbök, líklega með hafnaboltakylfu. Þá hafi hann verið stunginn nokkrum sinnum með notaðri sprautunál. Samkvæmt læknisvottorði hlaut viðkomandi m.a. brot á augntóftargólfi og kinnbeini, mar í hársverði og sár á framhandlegg eftir eggvopn. Brotaþoli B kveðst meðal annars hafa verið bundinn, liggjandi á gólfi og þannig laminn illa, meðal annars með kylfum. Þá eru hinir ákærðu sagðir hafa sprautað eldfimum vökva á viðkvæma líkamshluta B og lagt eld að. Þá hafi hann verið þvingaður til að gleypa pillur og sprauta sig með óþekktu lyfi. Samkvæmt læknisvottorði hlaut brotaþoli B mjög slæma áverka sem benda til misþyrminga í pyntingaskyni. Stefán sætir að auki ákæru vegna sérstaklega hættulegrar líkamsárásar á kærustu sína. Er honum gert að sök að hafa bundið belti af baðsloppi um háls hennar og dregið hana þannig að henni hafi legið við köfnun. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að brotin, sem leiki sterkur grunur um að ákærði hafi framið, feli í sér stórfelldar líkamsárásir og að það gæti valdið ótta í samfélaginu um áframhaldandi ofbeldisbrot, verði ákærði látinn laus. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi til 30. október.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira