Erlent

Obama ókátur með republikana

Gunnar Valþórsson skrifar
Obama varar við því að Bandaríkin gætu komist í greiðsluþrot, verði skuldaþak ríkisins ekki hækkað fyrir sautjánda október næstkomandi.
Obama varar við því að Bandaríkin gætu komist í greiðsluþrot, verði skuldaþak ríkisins ekki hækkað fyrir sautjánda október næstkomandi.
Enn ríkir pattstaða í Washington höfuðborg Bandaríkjanna þar sem sem stjórnmálamenn takast á um nýjar sjúkratryggingar sem Obama forseti hefur barist fyrir sem hefur aftur leitt til þess að skrúfað hefur verið fyrir fjármagn til ríkisstofanana.

Fundað var um málið í gærkvöldi án árangurs og Obama varar nú við því að Bandaríkin gætu komist í greiðsluþrot, verði skuldaþak ríkisins ekki hækkað fyrir sautjánda október næstkomandi. Obama sagði þetta í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi og bætti því við að hann væri algjörlega búinn að missa þolinmæðina gagnvart þingmönnum Repúblikanaflokksins sem væru viljugir til þess að steypa landinu í glötun út af sjúkratryggingunum umdeildu. Repúblikanar kenna á hinn bóginn demókrötum um hvernig staðan er orðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×