Stefna á hallalaus fjárlög Höskuldur Kári Schram skrifar 1. október 2013 16:00 Gert er ráð fyrir því að ríkissjóður skili tæplega 500 milljón króna afgangi á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þetta eru fyrstu hallalausu fjárlögin frá hruni. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti í dag fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2014. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs aukist um rúman 31 milljarð á milli ára. Fari úr tæpum 556 milljörðum í rúma 587 milljarða. Á sama tíma er gert ráð fyrir að heildarútgjöld aukist um 300 milljónir og fari úr 586.743 milljörðum í 587.096 milljarða.Tekjuskattur lækkar Tekjuskattur á einstaklinga á að skila rúmum 130 milljörðum í ríkiskassann á næsta ári og eykst um 3,6 milljarða milli ára. Tekjuskattur fyrirtækja á að skila 45,6 milljörðum og eykst einnig um 3,6 milljarða frá fyrra ári. Virðisaukaskattur á að skila 156,7 milljörðum á næsta ári og eykst um rúma 9 milljarða milli ára. Ekki er þó gert ráð fyrir hækkun tekjuskatts. Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskattsins verður lækkað um 0,8%, úr 25,8% í 25%. Þá verður farið í endurskoðun á virðisaukaskattskerfinu með það að markmiði að draga úr bili milli skattþrepa, fækka undanþágum og auka skilvirkni. Vörugjöld verða einnig endurskoðuð og tryggingagjaldið verður lækkað um 0,34 prósentustig á næstu þremur árum.Bankaskattur á þrotabú gömlu bankanna Sparnaður vegna aðhaldsaðgerða nemur tólf milljörðum. Fallið verður frá nýlegum eða óútfærðum verkefnum fyrir 5,8 milljarða. Veltutengdar aðhaldsaðgerðir ráðuneyta eiga að spara 3,6 milljarða og aðrar sértækar aðgerðir eiga að lækka útgjöld um 2,6 milljarða. Þá stendur til að endurskoða skilmála skuldabréfs sem var gefið út til að styrkja eiginfjárstöðu Seðlabanka Íslands eftir bankahrun. Sú endurskoðun á að lækka vaxtagreiðslur ríkissjóðs um tæpa 11 milljarða. Ríkisstjórn hyggst einnig hækka svokallaðan bankaskatt úr 0,041% í 0,145%. Frá og með næstu áramótum mun skatturinn einnig leggjast á þrotabú gömlu bankanna sem mun skila aukalega 11,3 milljörðum í ríkiskassann. Fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að lykilmarkmið fjárlagafrumvarpsins sé að tryggja bætt lífskjör almennings. Gert sé ráð fyrir því lækkun skatta skili sér í 0,3 prósenta kaupmáttaraukningu á næsta ári . Hér að ofan má sjá brot frá blaðamannfundi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Tengdar fréttir Landspítalinn fær enga innspýtingu - fé til tækjakaupa skorið niður Tímabundið 600 milljóna króna framlag til spítalans vegna tækjakaupa er fellt niður. Hagræðingarkrafa á spítalann felur í sér hækkun á sértekjum sem verður náð með nýju legugjaldi. Um er að ræða nýtt gjald þar sem sjúklingar greiða 1.200 krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir dvelja á Landspítalanum. Með þessu nýja gjaldi er spítalanum reiknaðar um 200 milljónir í sértekjur. 1. október 2013 16:00 Framlög til lista lækka um 346 milljónir Framlög íslenska ríkisins til lista lækka um 346,6 milljónir króna á milli ára, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. 1. október 2013 16:00 Mikilvægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikilvægt að stefna að hallalausum fjárlögum til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Bankaskatturinn verður notaður til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. 1. október 2013 16:00 Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar lækka um 400 milljónir króna Kvikmyndamiðstöð Íslands fær 735 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en í fjárlögum þessa árs var upphæðin 1,1 milljarður króna. 1. október 2013 15:58 Kaldar kveðjur í fjárlögum Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir fjárlögin sýna forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar. 1. október 2013 16:33 Barna- og vaxtabætur lækka Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að barnabætur á næsta ári verði 10.2 milljarðar króna en á í fjárlögum þessa árs voru þær tæpir 10.8 milljarðar króna. 1. október 2013 16:00 Tóbak og áfengi hækka í verði Tóbaksgjald og gjald á áfengi verður hækkað, samkvæmt lagabreytingu sem verður lögð fyrir Alþingi í næstu viku. 1. október 2013 16:00 Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sameinaðar Kristján Már Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni verði sameinaðar. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014. Eftir sameiningu stofnana verður ein stofnun í hverju heilbrigðisumdæmi, eins og lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir. Þetta á við um Norðurland, Suðurland og Vestfirði. 1. október 2013 16:00 Milljónir í eflingu löggæslu Gert er ráð fyrir 500 milljón króna viðvarandi framlagi til að efla löggæsluna í landinu. Á sama tíma er gert ráð fyrir að 200 milljón króna framlag sem veitt var tímabundið til löggæslumála í fjárlögum 2013 verði fellt niður. 1. október 2013 16:02 Framkvæmdum við Hús íslenskra fræða hætt Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að tímabundin fjárheimild, 800 milljónir króna falli niður. 1. október 2013 16:00 Tekjuskattur lækkar Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskatts verður lækkað um 0,8 prósentustig samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skatthlutfallið lækkar úr 25,8% í 25%. 1. október 2013 16:00 Skólagjöld hækka um 25 prósent Framlag íslenska ríkisins til Háskóla Íslands á næsta ári lækkar um 321,8 milljónir króna og skólagjöld verða hækkuð úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur í öllum ríkisreknum háskólum. 1. október 2013 16:00 Bleyjuskattur lækkaður Fæðingarorlof stytt en greiðslur hækkaðar 1. október 2013 16:00 Hætt við stækkun FSU Heildarfjárveiting íslenska ríkisins til framhaldsskóla á Íslandi lækkar um rúmlega 1,5 milljarð króna í fjárlögum síðasta árs. Þar af eru almennar launa- og verðlagsbreytingar 645 milljónir króna. 1. október 2013 16:00 RÚV fær 319 milljónir aukalega - ekki farið fram á hagræðingu Fjárveiting til Ríkisútvarpsins hækkar um 319 milljónir króna, og verður því heildarframlag ríkisins til RÚV rúmir 3,5 milljarðar króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á Alþingi klukkan fjögur. 1. október 2013 16:00 100 milljónir til hönnunar sjúkrahótels Nýr Landspítali er ekki fyrirferðarmikill í nýju frumvarpi til fjárlaga. Til hans eru lagðar 100 milljónir króna til fullnaðarhönnunar á sjúkrahóteli. 1. október 2013 16:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að ríkissjóður skili tæplega 500 milljón króna afgangi á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þetta eru fyrstu hallalausu fjárlögin frá hruni. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti í dag fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2014. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs aukist um rúman 31 milljarð á milli ára. Fari úr tæpum 556 milljörðum í rúma 587 milljarða. Á sama tíma er gert ráð fyrir að heildarútgjöld aukist um 300 milljónir og fari úr 586.743 milljörðum í 587.096 milljarða.Tekjuskattur lækkar Tekjuskattur á einstaklinga á að skila rúmum 130 milljörðum í ríkiskassann á næsta ári og eykst um 3,6 milljarða milli ára. Tekjuskattur fyrirtækja á að skila 45,6 milljörðum og eykst einnig um 3,6 milljarða frá fyrra ári. Virðisaukaskattur á að skila 156,7 milljörðum á næsta ári og eykst um rúma 9 milljarða milli ára. Ekki er þó gert ráð fyrir hækkun tekjuskatts. Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskattsins verður lækkað um 0,8%, úr 25,8% í 25%. Þá verður farið í endurskoðun á virðisaukaskattskerfinu með það að markmiði að draga úr bili milli skattþrepa, fækka undanþágum og auka skilvirkni. Vörugjöld verða einnig endurskoðuð og tryggingagjaldið verður lækkað um 0,34 prósentustig á næstu þremur árum.Bankaskattur á þrotabú gömlu bankanna Sparnaður vegna aðhaldsaðgerða nemur tólf milljörðum. Fallið verður frá nýlegum eða óútfærðum verkefnum fyrir 5,8 milljarða. Veltutengdar aðhaldsaðgerðir ráðuneyta eiga að spara 3,6 milljarða og aðrar sértækar aðgerðir eiga að lækka útgjöld um 2,6 milljarða. Þá stendur til að endurskoða skilmála skuldabréfs sem var gefið út til að styrkja eiginfjárstöðu Seðlabanka Íslands eftir bankahrun. Sú endurskoðun á að lækka vaxtagreiðslur ríkissjóðs um tæpa 11 milljarða. Ríkisstjórn hyggst einnig hækka svokallaðan bankaskatt úr 0,041% í 0,145%. Frá og með næstu áramótum mun skatturinn einnig leggjast á þrotabú gömlu bankanna sem mun skila aukalega 11,3 milljörðum í ríkiskassann. Fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að lykilmarkmið fjárlagafrumvarpsins sé að tryggja bætt lífskjör almennings. Gert sé ráð fyrir því lækkun skatta skili sér í 0,3 prósenta kaupmáttaraukningu á næsta ári . Hér að ofan má sjá brot frá blaðamannfundi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.
Tengdar fréttir Landspítalinn fær enga innspýtingu - fé til tækjakaupa skorið niður Tímabundið 600 milljóna króna framlag til spítalans vegna tækjakaupa er fellt niður. Hagræðingarkrafa á spítalann felur í sér hækkun á sértekjum sem verður náð með nýju legugjaldi. Um er að ræða nýtt gjald þar sem sjúklingar greiða 1.200 krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir dvelja á Landspítalanum. Með þessu nýja gjaldi er spítalanum reiknaðar um 200 milljónir í sértekjur. 1. október 2013 16:00 Framlög til lista lækka um 346 milljónir Framlög íslenska ríkisins til lista lækka um 346,6 milljónir króna á milli ára, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. 1. október 2013 16:00 Mikilvægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikilvægt að stefna að hallalausum fjárlögum til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Bankaskatturinn verður notaður til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. 1. október 2013 16:00 Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar lækka um 400 milljónir króna Kvikmyndamiðstöð Íslands fær 735 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en í fjárlögum þessa árs var upphæðin 1,1 milljarður króna. 1. október 2013 15:58 Kaldar kveðjur í fjárlögum Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir fjárlögin sýna forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar. 1. október 2013 16:33 Barna- og vaxtabætur lækka Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að barnabætur á næsta ári verði 10.2 milljarðar króna en á í fjárlögum þessa árs voru þær tæpir 10.8 milljarðar króna. 1. október 2013 16:00 Tóbak og áfengi hækka í verði Tóbaksgjald og gjald á áfengi verður hækkað, samkvæmt lagabreytingu sem verður lögð fyrir Alþingi í næstu viku. 1. október 2013 16:00 Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sameinaðar Kristján Már Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni verði sameinaðar. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014. Eftir sameiningu stofnana verður ein stofnun í hverju heilbrigðisumdæmi, eins og lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir. Þetta á við um Norðurland, Suðurland og Vestfirði. 1. október 2013 16:00 Milljónir í eflingu löggæslu Gert er ráð fyrir 500 milljón króna viðvarandi framlagi til að efla löggæsluna í landinu. Á sama tíma er gert ráð fyrir að 200 milljón króna framlag sem veitt var tímabundið til löggæslumála í fjárlögum 2013 verði fellt niður. 1. október 2013 16:02 Framkvæmdum við Hús íslenskra fræða hætt Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að tímabundin fjárheimild, 800 milljónir króna falli niður. 1. október 2013 16:00 Tekjuskattur lækkar Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskatts verður lækkað um 0,8 prósentustig samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skatthlutfallið lækkar úr 25,8% í 25%. 1. október 2013 16:00 Skólagjöld hækka um 25 prósent Framlag íslenska ríkisins til Háskóla Íslands á næsta ári lækkar um 321,8 milljónir króna og skólagjöld verða hækkuð úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur í öllum ríkisreknum háskólum. 1. október 2013 16:00 Bleyjuskattur lækkaður Fæðingarorlof stytt en greiðslur hækkaðar 1. október 2013 16:00 Hætt við stækkun FSU Heildarfjárveiting íslenska ríkisins til framhaldsskóla á Íslandi lækkar um rúmlega 1,5 milljarð króna í fjárlögum síðasta árs. Þar af eru almennar launa- og verðlagsbreytingar 645 milljónir króna. 1. október 2013 16:00 RÚV fær 319 milljónir aukalega - ekki farið fram á hagræðingu Fjárveiting til Ríkisútvarpsins hækkar um 319 milljónir króna, og verður því heildarframlag ríkisins til RÚV rúmir 3,5 milljarðar króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á Alþingi klukkan fjögur. 1. október 2013 16:00 100 milljónir til hönnunar sjúkrahótels Nýr Landspítali er ekki fyrirferðarmikill í nýju frumvarpi til fjárlaga. Til hans eru lagðar 100 milljónir króna til fullnaðarhönnunar á sjúkrahóteli. 1. október 2013 16:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Landspítalinn fær enga innspýtingu - fé til tækjakaupa skorið niður Tímabundið 600 milljóna króna framlag til spítalans vegna tækjakaupa er fellt niður. Hagræðingarkrafa á spítalann felur í sér hækkun á sértekjum sem verður náð með nýju legugjaldi. Um er að ræða nýtt gjald þar sem sjúklingar greiða 1.200 krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir dvelja á Landspítalanum. Með þessu nýja gjaldi er spítalanum reiknaðar um 200 milljónir í sértekjur. 1. október 2013 16:00
Framlög til lista lækka um 346 milljónir Framlög íslenska ríkisins til lista lækka um 346,6 milljónir króna á milli ára, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. 1. október 2013 16:00
Mikilvægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikilvægt að stefna að hallalausum fjárlögum til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Bankaskatturinn verður notaður til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. 1. október 2013 16:00
Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar lækka um 400 milljónir króna Kvikmyndamiðstöð Íslands fær 735 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en í fjárlögum þessa árs var upphæðin 1,1 milljarður króna. 1. október 2013 15:58
Kaldar kveðjur í fjárlögum Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir fjárlögin sýna forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar. 1. október 2013 16:33
Barna- og vaxtabætur lækka Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að barnabætur á næsta ári verði 10.2 milljarðar króna en á í fjárlögum þessa árs voru þær tæpir 10.8 milljarðar króna. 1. október 2013 16:00
Tóbak og áfengi hækka í verði Tóbaksgjald og gjald á áfengi verður hækkað, samkvæmt lagabreytingu sem verður lögð fyrir Alþingi í næstu viku. 1. október 2013 16:00
Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sameinaðar Kristján Már Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni verði sameinaðar. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014. Eftir sameiningu stofnana verður ein stofnun í hverju heilbrigðisumdæmi, eins og lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir. Þetta á við um Norðurland, Suðurland og Vestfirði. 1. október 2013 16:00
Milljónir í eflingu löggæslu Gert er ráð fyrir 500 milljón króna viðvarandi framlagi til að efla löggæsluna í landinu. Á sama tíma er gert ráð fyrir að 200 milljón króna framlag sem veitt var tímabundið til löggæslumála í fjárlögum 2013 verði fellt niður. 1. október 2013 16:02
Framkvæmdum við Hús íslenskra fræða hætt Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að tímabundin fjárheimild, 800 milljónir króna falli niður. 1. október 2013 16:00
Tekjuskattur lækkar Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskatts verður lækkað um 0,8 prósentustig samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skatthlutfallið lækkar úr 25,8% í 25%. 1. október 2013 16:00
Skólagjöld hækka um 25 prósent Framlag íslenska ríkisins til Háskóla Íslands á næsta ári lækkar um 321,8 milljónir króna og skólagjöld verða hækkuð úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur í öllum ríkisreknum háskólum. 1. október 2013 16:00
Hætt við stækkun FSU Heildarfjárveiting íslenska ríkisins til framhaldsskóla á Íslandi lækkar um rúmlega 1,5 milljarð króna í fjárlögum síðasta árs. Þar af eru almennar launa- og verðlagsbreytingar 645 milljónir króna. 1. október 2013 16:00
RÚV fær 319 milljónir aukalega - ekki farið fram á hagræðingu Fjárveiting til Ríkisútvarpsins hækkar um 319 milljónir króna, og verður því heildarframlag ríkisins til RÚV rúmir 3,5 milljarðar króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á Alþingi klukkan fjögur. 1. október 2013 16:00
100 milljónir til hönnunar sjúkrahótels Nýr Landspítali er ekki fyrirferðarmikill í nýju frumvarpi til fjárlaga. Til hans eru lagðar 100 milljónir króna til fullnaðarhönnunar á sjúkrahóteli. 1. október 2013 16:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent