Ódýrara að leggja flugvél en einkabíl í miðborginni Haraldur Guðmundsson skrifar 1. október 2013 07:04 Notendur Reykjavíkurflugvallar greiða um 30 prósent af rekstrarkostnaði flugvallarins en ríkið greiðir afganginn. Aðeins kostar nokkur þúsund krónur að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í tvo sólarhringa. Eftir það kostar það 680 krónur á sólarhring. Talsmaður Isavia segir gjöldin sambærileg við það sem tíðkist erlendis. Eigendur flugvéla sem lagt er á Reykjavíkurflugvelli greiða svipað eða minna í gjöld til flugvallarins á sólarhring en ökumenn í miðborginni greiða fyrir gjaldskyld bílastæði. Notendur flugvallarins greiða um 30 prósent af rekstrarkostnaði flugvallarins en ríkið greiðir afganginn.Þegar flugvél er lent á Reykjavíkurflugvelli greiðir eigandi hennar lendingargjald, þúsund krónur á hvert tonn, sem á einungis við um vélar sem eru þyngri en tvö tonn. Lauslegur samanburður Fréttablaðsins á lendingargjaldi sambærilegra flugvalla sýnir að gjaldið er mun hærra í öðrum löndum og hleypur í sumum tilvikum á hundruðum þúsunda. Að auki eru engin stæðisgjöld rukkuð á Reykjavíkurflugvelli fyrstu sex klukkutímana eftir að vél er lagt þar. Að þeim tíma loknum er rukkað eftir þyngd vélarinnar, um 1.100 krónur á hvert tonn fyrir fyrstu tvo sólarhringana og þar á eftir 680 krónur á sólarhring. „Það er ekki langt síðan þessi gjöld voru hækkuð og þá kvörtuðu innlendir flugrekendur vegna þess að allar hækkanir hafa áhrif á farmiðagjöld þeirra,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, sem fer með rekstur flugvallarins. Spurður hvort gjaldið sé ekki of lágt samanborið við til að mynda bílastæðagjöld í Reykjavík segir hann gjöldin ekki samanburðarhæf. „Flugvallargjöld og stæðisgjöld fyrir flugvélar byggja á allt öðrum hlutum en rekstur bílastæða. Gjaldtaka á flugvöllum hér á landi tekur ekki mið af gjaldtöku bifreiðastæða heldur af gjaldtöku á öðrum flugvöllum í öðrum löndum,“ segir Friðþór. Róbert Marshall, alþingismaður og fulltrúi Bjartrar framtíðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, segir fyrirkomulag gjaldanna ekki koma sér á óvart. „Þetta er eitt af þeim dæmum sem sýna að skipulagsmálum er um margt áfátt á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Róbert.Þorvaldur Sverrisson, íbúi í Reykjavík, vakti fyrst athygli á málinu í færslu á Facebook síðu sinni. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Aðeins kostar nokkur þúsund krónur að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í tvo sólarhringa. Eftir það kostar það 680 krónur á sólarhring. Talsmaður Isavia segir gjöldin sambærileg við það sem tíðkist erlendis. Eigendur flugvéla sem lagt er á Reykjavíkurflugvelli greiða svipað eða minna í gjöld til flugvallarins á sólarhring en ökumenn í miðborginni greiða fyrir gjaldskyld bílastæði. Notendur flugvallarins greiða um 30 prósent af rekstrarkostnaði flugvallarins en ríkið greiðir afganginn.Þegar flugvél er lent á Reykjavíkurflugvelli greiðir eigandi hennar lendingargjald, þúsund krónur á hvert tonn, sem á einungis við um vélar sem eru þyngri en tvö tonn. Lauslegur samanburður Fréttablaðsins á lendingargjaldi sambærilegra flugvalla sýnir að gjaldið er mun hærra í öðrum löndum og hleypur í sumum tilvikum á hundruðum þúsunda. Að auki eru engin stæðisgjöld rukkuð á Reykjavíkurflugvelli fyrstu sex klukkutímana eftir að vél er lagt þar. Að þeim tíma loknum er rukkað eftir þyngd vélarinnar, um 1.100 krónur á hvert tonn fyrir fyrstu tvo sólarhringana og þar á eftir 680 krónur á sólarhring. „Það er ekki langt síðan þessi gjöld voru hækkuð og þá kvörtuðu innlendir flugrekendur vegna þess að allar hækkanir hafa áhrif á farmiðagjöld þeirra,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, sem fer með rekstur flugvallarins. Spurður hvort gjaldið sé ekki of lágt samanborið við til að mynda bílastæðagjöld í Reykjavík segir hann gjöldin ekki samanburðarhæf. „Flugvallargjöld og stæðisgjöld fyrir flugvélar byggja á allt öðrum hlutum en rekstur bílastæða. Gjaldtaka á flugvöllum hér á landi tekur ekki mið af gjaldtöku bifreiðastæða heldur af gjaldtöku á öðrum flugvöllum í öðrum löndum,“ segir Friðþór. Róbert Marshall, alþingismaður og fulltrúi Bjartrar framtíðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, segir fyrirkomulag gjaldanna ekki koma sér á óvart. „Þetta er eitt af þeim dæmum sem sýna að skipulagsmálum er um margt áfátt á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Róbert.Þorvaldur Sverrisson, íbúi í Reykjavík, vakti fyrst athygli á málinu í færslu á Facebook síðu sinni.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira