Erlent

Berlusconi í bann frá ítölskum stjórnmálum

Það er sjaldan lognmolla í kringum Silvio Berlusconi.
Það er sjaldan lognmolla í kringum Silvio Berlusconi. Mynd/AP
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu hefur verið bannað að taka þátt í stjórnmálum eða gegna opinberu embætti í tvö ár. Þetta er niðurstaða dómstóla en Berlusconi var nýverið dæmdur fyrir skattalagabrot.

Bannið þarf þó að samþykkja á ítalska þinginu en ef það gengur eftir mun hann neyðast til þess að gefa eftir sæti sitt í öldungadeild þingins en sú staða hefur hingað til veitt honum friðhelgi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×