Guðjón krefur Grindvíkinga um 12,5 milljónir Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. október 2013 12:13 Guðjón Þórðarson stendur í málaferlum gegn knattspyrnufeild Grindavíkur. Mynd/Valgarður og Anton Fyrirtaka fór fram í gær í máli Guðjóns Þórðarsonar, fyrrum landsliðsþjálfara, gegn knattspyrnudeild Grindavíkur í Héraðsdómi Reykjaness. Guðjón krefur Grindvíkinga um 12,5 milljónir króna vegna vangoldinna launa. Guðjón var ráðinn þjálfari Grindavíkur í október 2011 og var gerður við hann þriggja ára samningur. Stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur ákvað að segja upp launalið við Guðjón þann 1. október 2012. Grindavík hafði þá um sumarið fallið úr Pepsi-deild karla. Liðið hlaut aðeins 12 stig og var 15 stigum frá því að bjarga sér frá falli. Það er versti árangur Grindavíkur frá upphafi í efstu deild. Í stefnu Guðjóns segir að uppsögn á launalið hafi aðeins verið til málamynda. Stefndi hefði ekki haft nein áform um að semja við stefnanda um nýja fjárhæð launaliðar svo sem samningurinn gerði ráð fyrir. Hafi Guðjón verið tilbúinn að taka á sig lækkun í samræmi við bágari fjárhagsstöðu stefnda. Samkvæmt heimildum Vísis þá mun Guðjón hafa fengið tilboð frá Grindvíkingum sem hafi hljóðað upp á fimmtíu þúsund krónur á mánuði út samninginn. Það mun hafa verið mikil launaskerðing sem þjálfarinn vildi ekki sætta sig við. Guðjón var með um 410 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá Grindavík samkvæmt stefnu. Grindvíkingar greiddu einnig húsaleigu hans að upphæð 170 þúsund krónur. Guðjón fer fram á að fá greidd laun frá 1. janúar 2013 og út samningstímann að upphæð 12.511.022 kr.- Málið verður þingfest eftir um mánuð. Reikna má með niðurstöðu í málinu snemma á næsta ári. Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Fyrirtaka fór fram í gær í máli Guðjóns Þórðarsonar, fyrrum landsliðsþjálfara, gegn knattspyrnudeild Grindavíkur í Héraðsdómi Reykjaness. Guðjón krefur Grindvíkinga um 12,5 milljónir króna vegna vangoldinna launa. Guðjón var ráðinn þjálfari Grindavíkur í október 2011 og var gerður við hann þriggja ára samningur. Stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur ákvað að segja upp launalið við Guðjón þann 1. október 2012. Grindavík hafði þá um sumarið fallið úr Pepsi-deild karla. Liðið hlaut aðeins 12 stig og var 15 stigum frá því að bjarga sér frá falli. Það er versti árangur Grindavíkur frá upphafi í efstu deild. Í stefnu Guðjóns segir að uppsögn á launalið hafi aðeins verið til málamynda. Stefndi hefði ekki haft nein áform um að semja við stefnanda um nýja fjárhæð launaliðar svo sem samningurinn gerði ráð fyrir. Hafi Guðjón verið tilbúinn að taka á sig lækkun í samræmi við bágari fjárhagsstöðu stefnda. Samkvæmt heimildum Vísis þá mun Guðjón hafa fengið tilboð frá Grindvíkingum sem hafi hljóðað upp á fimmtíu þúsund krónur á mánuði út samninginn. Það mun hafa verið mikil launaskerðing sem þjálfarinn vildi ekki sætta sig við. Guðjón var með um 410 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá Grindavík samkvæmt stefnu. Grindvíkingar greiddu einnig húsaleigu hans að upphæð 170 þúsund krónur. Guðjón fer fram á að fá greidd laun frá 1. janúar 2013 og út samningstímann að upphæð 12.511.022 kr.- Málið verður þingfest eftir um mánuð. Reikna má með niðurstöðu í málinu snemma á næsta ári.
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira