Handbolti

Afturelding fór illa með vítin í tapi á móti ÍBV

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Drífa Þorvaldsdóttir.
Drífa Þorvaldsdóttir. Mynd/Vilhelm
Eyjakonur sóttu tvö stig í Mosfellsbæinn í dag í lokaleik 5. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta en ÍBV vann þá þriggja marka sigur á botnliði Aftureldingar, 27-24.

Afturelding hefur tapað öllum fimm leikjum sínum á tímabilinu en þar af naumlega í síðustu tveimur leikjum. ÍBV komst upp að hlið Fram í 4. og 5. sæti með þessum sigri.

Drífa Þorvaldsdóttir skoraði átta mörk fyrir Eyjaliðið í dag og Guðbjörg Guðmannsdóttir bætti við fimm mörkum.  Hekla Daðadóttir var markahæst hjá Aftureldingu með níu mörk.

Slæm vítanýting reyndist Aftureldingu dýrkeypt í leiknum því liðið klikkaði á 6 af 8 vítum sínum í þessum leik.



Afturelding - ÍBV 24-27 (10-14)

Mörk Aftureldingar: Hekla Daðadóttir 9, Sara Kristjánsdóttir 5, Telma Frímannsdóttir 3, Vigdís Brandsdóttir 3, Monika Bodai 2, Nóra Csákovics 1, Dagný Huld Birgisdóttir 1.

Mörk ÍBV: Drífa Þorvaldsdóttir 8, Guðbjörg Guðmannsdóttir 5, Ester Óskarsdóttir 4, Vera Lopes 4, Kristrún Hlynsdóttir 2, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1, Díana Dögg Magnúsdóttir 1, Sandra Gísladóttir 1, Telma Amado 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×