Innlent

Eldhressir Íslendingar á Google Street View

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þessir herramenn voru við öllu viðbúnir þegar bíllinn brunaði framhjá.
Þessir herramenn voru við öllu viðbúnir þegar bíllinn brunaði framhjá.
Eins og greint var frá í dag hefur vefsíðan Google Maps birt Íslandsmyndir sínar á Street View-hluta síðunnar, en myndavélabílar Google tóku myndir hér á landi í sumar.

Andlit vegfarenda eru gerð óskýr en margir þeirra sem hafa náðst á mynd hafa deilt þeim á samfélagsmiðlunum í dag.

Vísi barst nokkrar skemmtilegar myndir frá lesendum sem urðu á vegi Google-bílanna.

Svarthöfði stillti sér upp við Eyjabakka í Reykjavík.Vísir/GoogleStreetView
Flokkstjóri í unglingavinnunni á Seltjarnarnesi. Grashrúgan reyndar heldur lítil.
Þessi dundaði sér við að mála bekk í Vesturási í Reykjavík.
Náðu Google-bílarnir mynd af þér? Sendu hana á ritstjorn@visir.is eða settu í athugasemd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×