Björgunarmiðstöð verði á Bjarnarey Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2013 16:22 Bjarnarey er miðja vegu milli Svalbarða og nyrsta odda Noregs. Einn helsti áhrifamaður olíugeirans í Norður Noregi hvetur norsk stjórnvöld til að gera Bjarnarey að björgunarmiðstöð vegna olíuleitar í Barentshafi en eyjan er miðja vegu milli nyrsta odda Noregs og Svalbarða. Þetta kemur fram í frétt Dagens Nyheter. Blaðið vitnar í erindi sem Johan Petter Barlindhaug, stjórnarformaður North Energy, olíufélags í Norður-Noregi, flutti nýlega á ráðstefnu um olíu- og efnahagsmál. Fram kemur að hafís, myrkur, ölduhæð og hafdýpi séu aðeins hluti af þeim áskorunum sem felist í olíuvinnslu í Barentshafi. Ef þar eigi að verða framtíðarolíusvæði Noregs verði að koma til björgunar- og fjarskiptamiðstöð. Í dag sé á mörkunum að þyrlur dragi frá meginlandinu til olíusvæða Barentshafs, nema með mjög skertu burðarþoli. Barlindhaug segir algerlega ljóst, eftir að miklar olíulindir fundust í Barentshafi, að þar sé framundan mikil uppbygging á nýjum olíuvinnslusvæðum. Ekki sé eftir neinu að bíða að takast á við þær áskoranir. Á Bjarnarey þurfi að byggja upp fullkomna leitar- og björgunarmiðstöð. Norðmenn hafa frá árinu 1918 starfrækt veður- og fjarskiptastöð á Bjarnarey og þar eru að jafnaði um tíu starfsmenn. Eyjan er 178 ferkílómetrar að flatarmáli. Hún var talin hernaðarlega mikilvæg á dögum kalda stríðsins og ein af spennusögum rithöfundarins Alistair MacLean gerist á eynni.Norðmenn starfrækja veður- og fjarskiptastöð á Bjarnarey.Stór hluti Bjarnareyjar er í dag friðlýstur. Barlindhaug bendir hins vegar á að ekki þurfi endilega að nýta þann hluta undir björgunarmiðstöð. Vera kunni að svæðið við núverandi fjarskiptastöð nægi en það er undanþegið friðlýsingu. Byggja þurfi upp björgunarmiðstöð með aðflugsbúnaði og flugskýli fyrir þyrlur. Ennfremur þurfi sjúkraaðstöðu til að veita fólki neyðarhjálp. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Einn helsti áhrifamaður olíugeirans í Norður Noregi hvetur norsk stjórnvöld til að gera Bjarnarey að björgunarmiðstöð vegna olíuleitar í Barentshafi en eyjan er miðja vegu milli nyrsta odda Noregs og Svalbarða. Þetta kemur fram í frétt Dagens Nyheter. Blaðið vitnar í erindi sem Johan Petter Barlindhaug, stjórnarformaður North Energy, olíufélags í Norður-Noregi, flutti nýlega á ráðstefnu um olíu- og efnahagsmál. Fram kemur að hafís, myrkur, ölduhæð og hafdýpi séu aðeins hluti af þeim áskorunum sem felist í olíuvinnslu í Barentshafi. Ef þar eigi að verða framtíðarolíusvæði Noregs verði að koma til björgunar- og fjarskiptamiðstöð. Í dag sé á mörkunum að þyrlur dragi frá meginlandinu til olíusvæða Barentshafs, nema með mjög skertu burðarþoli. Barlindhaug segir algerlega ljóst, eftir að miklar olíulindir fundust í Barentshafi, að þar sé framundan mikil uppbygging á nýjum olíuvinnslusvæðum. Ekki sé eftir neinu að bíða að takast á við þær áskoranir. Á Bjarnarey þurfi að byggja upp fullkomna leitar- og björgunarmiðstöð. Norðmenn hafa frá árinu 1918 starfrækt veður- og fjarskiptastöð á Bjarnarey og þar eru að jafnaði um tíu starfsmenn. Eyjan er 178 ferkílómetrar að flatarmáli. Hún var talin hernaðarlega mikilvæg á dögum kalda stríðsins og ein af spennusögum rithöfundarins Alistair MacLean gerist á eynni.Norðmenn starfrækja veður- og fjarskiptastöð á Bjarnarey.Stór hluti Bjarnareyjar er í dag friðlýstur. Barlindhaug bendir hins vegar á að ekki þurfi endilega að nýta þann hluta undir björgunarmiðstöð. Vera kunni að svæðið við núverandi fjarskiptastöð nægi en það er undanþegið friðlýsingu. Byggja þurfi upp björgunarmiðstöð með aðflugsbúnaði og flugskýli fyrir þyrlur. Ennfremur þurfi sjúkraaðstöðu til að veita fólki neyðarhjálp.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira