Innlent

Skilorð fyrir að hrækja á lögregluþjón

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 29 ára gamla konu fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir að hafa í júlí hrækt inn um opinn hliðarglugga lögreglubifreiðar og á lögreglumann sem sat í ökumannssæti og var við skyldustörf. Hrákinn hafnaði í andliti og á líkama lögreglumannsins.

Atvikið vakti mikla athygli í sumar þegar myndband náðist af atvikinu sem sýndi harkalega handtöku á konunni sem var ofurölvi þegar það átti sér stað. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu vísaði máli lögreglumannsins að eigin frumkvæði til Ríkissaksóknara og var hann leystur undan störfum meðan málið er í gangi. Aðalmeðferð í því máli hefur verið ákveðin í haust.

Dómarinn taldi að atvikin sem áttu sér stað eftir hrákann og leitt hafa til ákæru á hendur lögreglumanni ættu ekki að hafa áhrif á ákvörðun refsingar.

Konan játaði brot sitt skýlaust og var dæmd í 30 daga skilorðbundið fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×