Innlent

Býður 650 þúsund í myndina af Bjarna og Sigmundi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson með myndina sem boðið er upp.Mynd/Bleika slaufan
Búið er að bjóða 650 þúsund krónur í mynd þar sem þeir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sitja fyrir. Ari Magg tekur myndina í tilefni af Bleiku slaufunni sem er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni við brjótakrabbamein.

Myndin sem um ræðir hefur ekki farið í almenna dreifingu en í umfjöllum Íslands í dag fyrr í vikunni kom fram að þeir félagar sátu fyrir sem Captain Kirk og Mr. Spock sem margir þekkja úr Star Trek.

Bjarni og Sigmundur halda á myndinni eins og sjá má hér til hliðar. Sá sem býður best mun einn eiga þessa eftirminnilegu mynd af Bjarna og Sigmundi í hlutverki Mr. Spock og Captain Kirk. Uppboðinu lýkur á miðnætti í kvöld. 

Landsliðstreyja Hannesar Þórs Halldórssonar, markvarðar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, verður einnig boðin upp. Búið er að sérsauma bleikar treyjur sem markverðir íslenska landsliðsins munu klæðast í landsleiknum á morgun gegn Kýpur á Laugardalsvelli. Treyja Hannesar verður boðin og verður hún jafnframt árituð öllum leikmönnum íslenska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×