Murakami talinn líklegastur til að hreppa Nóbelinn Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2013 07:33 Enn er Dylan nefndur sem kandídat til bókmenntaverðlauna Nóbels. En, reglur Alfreðs Nóbels vinna líklega gegn Dylan. AP Tilkynnt verður um það í dag hver hreppir Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Greint verður frá sigurvegaranum klukkan ellefu að íslenskum tíma.Veðbankar telja líklegast að japanski rithöfundurinn Haruki Murakami verði fyrir valinu en þar á eftir koma skáldkonurnar Alice Munroe frá Kanada og Svetlana Aleksijevitj frá Hvíta-Rússlandi. Illugi Jökulsson rithöfundur er mikill áhugamaður um þessi verðlaun eins og reyndar flestir Íslendingar, enda er það rækilega brennimerkt í þjóðarsálina það þegar Halldór Laxness hlaut verðlaunin árið 1955. Illugi hefur efnt til umræðna á Facebooksíðu sinni. „Eins og venjulega veðja ég á Bob Dylan, þótt Adonis eða Murakami séu öruggari kostir,“ segir Illugi. Og það er rétt hjá Illuga, samkvæmt stuðli hér er 1 á móti 50 að Dylan verði fyrir valinu að þessu sinni. Páll Valsson bókmenntafræðingur bendir á í athugasemd að það komi skýrt fram í fyrirmælum Alfreðs Nóbels að eitt þeirra atriða sem nefndin á að gera sé að vekja athygli á góðum bókmenntum. „Þess vegna fá þetta stundum höfundar sem eru lítt þekktir. Og þess vegna notar nefndin greinilega þau rök að tiltekinn höfundur sé það þekktur að hann þurfi ekki á þessum verðlaunum að halda - og mætti nota á Dylan þótt hann verðskuldi þau svo sannarlega sem einn áhrifamesti listamaður síðustu aldar," segir Páll sem spáir því að Joyce Carol Oates fái verðlaunin.Hér getur að líta greinargóðan lista yfir þá sem hreppt hafa Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir í gegnum tíðina. Nóbelsverðlaun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Tilkynnt verður um það í dag hver hreppir Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Greint verður frá sigurvegaranum klukkan ellefu að íslenskum tíma.Veðbankar telja líklegast að japanski rithöfundurinn Haruki Murakami verði fyrir valinu en þar á eftir koma skáldkonurnar Alice Munroe frá Kanada og Svetlana Aleksijevitj frá Hvíta-Rússlandi. Illugi Jökulsson rithöfundur er mikill áhugamaður um þessi verðlaun eins og reyndar flestir Íslendingar, enda er það rækilega brennimerkt í þjóðarsálina það þegar Halldór Laxness hlaut verðlaunin árið 1955. Illugi hefur efnt til umræðna á Facebooksíðu sinni. „Eins og venjulega veðja ég á Bob Dylan, þótt Adonis eða Murakami séu öruggari kostir,“ segir Illugi. Og það er rétt hjá Illuga, samkvæmt stuðli hér er 1 á móti 50 að Dylan verði fyrir valinu að þessu sinni. Páll Valsson bókmenntafræðingur bendir á í athugasemd að það komi skýrt fram í fyrirmælum Alfreðs Nóbels að eitt þeirra atriða sem nefndin á að gera sé að vekja athygli á góðum bókmenntum. „Þess vegna fá þetta stundum höfundar sem eru lítt þekktir. Og þess vegna notar nefndin greinilega þau rök að tiltekinn höfundur sé það þekktur að hann þurfi ekki á þessum verðlaunum að halda - og mætti nota á Dylan þótt hann verðskuldi þau svo sannarlega sem einn áhrifamesti listamaður síðustu aldar," segir Páll sem spáir því að Joyce Carol Oates fái verðlaunin.Hér getur að líta greinargóðan lista yfir þá sem hreppt hafa Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir í gegnum tíðina.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira