Innlent

Lou Reed látinn

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Hinn heimsþekkti tónlistarmaður, Lou Reed, er látinn 71 árs að aldri. Frá þessu greinir vefsíða Rolling Stone.

Reed er hvað þekktastur fyrir störf sín sem gítarleikari, söngvari og lagahöfundur Velvet Underground. Hann átti einnig farsælan sólóferil. 

Tónlistarmaðurinn kom hingað til lands árið 2004 og hélt tónleika troðfullri í Laugardalshöllinni. 

Dánarorsök tónlistarmannsins er enn ókunn en fyrr á þessu ári fór Reed í lifrarskipti. Hann var svo lagður inn á sjúkrahús í júlí vegna mikillar ofþornunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×