Ókurteisi við kassastarfsmenn matvöruverslana Elísabet Hall skrifar 27. október 2013 19:30 DV birti umfjöllun í vikunni þar sem viðskiptavinur Bónus í Holtagörðum segir frá búðarferð sinni í verslunina þar sem hann beið eftir afgreiðslu. Hún hafi þar orðið vitni að samtali tveggja annarra viðskiptavina við afgreiðslustúlku sem afgreiddi þau við kassann en hún hafi ekki verið meira en sextán eða sautján ára gömul. Viðskiptavinirnir voru hortugir og dónalegir við stúlkuna sem fól andlitið í höndum sér og grét eftir að viðskiptunum lauk. Starfsmenn búðarinnar voru slegnir yfir framkomu parsins enda höfðu flestir heyrt hvað fram fór þeirra á milli. En er algengt að starfsmenn verslana verði fyrir barðinu á ókurteisum viðskiptavinum? „Fólk er á móti því af því að það eru útlendingar að vinna. Eins og til dæmis kom maður til mín og spurði mig hvort ég væri útlendingur. Ég sagði honum að ég væri frá Bosníu og hann sagði að ég talaði mjög góða íslensku. Svo spurði hann mig hvort ég vildi ekki skipta yfir í íslenskt nafn. Þetta eyðileggur rosalega daginn fyrir manni. Þetta lætur manni líða illa.“ „Það kom inn einn maður sem bullaði eitthvað við mig af því að hann vissi að ég talaði ekki svo mikla íslensku.“ „Ég hef oft lent í því að fólk kemur til mín og segir mér að útlendingahyski sé að taka störfin frá okkur. Það kom maður til mín um daginn og sagði að hann væri ánægður að það væri loksins kominn Íslendingur á kassann. Þessir útlendingar ættu bara að drulla sér úr landinu okkar. Fólk er ekki að fatta að við erum manneskjur. Við erum bara á kassanum og fólk gleymir okkur stundum.“ Ólafía Björk Rafnsdóttir, formaður VR, sagði í samtali við Fréttastofu að svona mál væru litin alvarlegum augum og að farið hafi verið af stað með herferðina þeirra vegna svona mál. Jólin séu alltaf álagstími á starfsfólki verslana og mikilvægt sé að fólk passi framkomu sína. VR hefur nú aftur auglýsingaherferð sína í sjónvarpi til að endurvekja athygli fólks á þessum neikvæðu hliðum á störfum verslunarfólks. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
DV birti umfjöllun í vikunni þar sem viðskiptavinur Bónus í Holtagörðum segir frá búðarferð sinni í verslunina þar sem hann beið eftir afgreiðslu. Hún hafi þar orðið vitni að samtali tveggja annarra viðskiptavina við afgreiðslustúlku sem afgreiddi þau við kassann en hún hafi ekki verið meira en sextán eða sautján ára gömul. Viðskiptavinirnir voru hortugir og dónalegir við stúlkuna sem fól andlitið í höndum sér og grét eftir að viðskiptunum lauk. Starfsmenn búðarinnar voru slegnir yfir framkomu parsins enda höfðu flestir heyrt hvað fram fór þeirra á milli. En er algengt að starfsmenn verslana verði fyrir barðinu á ókurteisum viðskiptavinum? „Fólk er á móti því af því að það eru útlendingar að vinna. Eins og til dæmis kom maður til mín og spurði mig hvort ég væri útlendingur. Ég sagði honum að ég væri frá Bosníu og hann sagði að ég talaði mjög góða íslensku. Svo spurði hann mig hvort ég vildi ekki skipta yfir í íslenskt nafn. Þetta eyðileggur rosalega daginn fyrir manni. Þetta lætur manni líða illa.“ „Það kom inn einn maður sem bullaði eitthvað við mig af því að hann vissi að ég talaði ekki svo mikla íslensku.“ „Ég hef oft lent í því að fólk kemur til mín og segir mér að útlendingahyski sé að taka störfin frá okkur. Það kom maður til mín um daginn og sagði að hann væri ánægður að það væri loksins kominn Íslendingur á kassann. Þessir útlendingar ættu bara að drulla sér úr landinu okkar. Fólk er ekki að fatta að við erum manneskjur. Við erum bara á kassanum og fólk gleymir okkur stundum.“ Ólafía Björk Rafnsdóttir, formaður VR, sagði í samtali við Fréttastofu að svona mál væru litin alvarlegum augum og að farið hafi verið af stað með herferðina þeirra vegna svona mál. Jólin séu alltaf álagstími á starfsfólki verslana og mikilvægt sé að fólk passi framkomu sína. VR hefur nú aftur auglýsingaherferð sína í sjónvarpi til að endurvekja athygli fólks á þessum neikvæðu hliðum á störfum verslunarfólks.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira