Innlent

Vigdís til varnar Gálgahrauni

Elimar Hauksson skrifar
Vigdís Finnbogadóttir er verndari tónleikanna sem haldnir verða í Neskirkju á sunnudag.
Vigdís Finnbogadóttir er verndari tónleikanna sem haldnir verða í Neskirkju á sunnudag.
Boðað hefur verið til styrktartónleikar í Neskirkju til stuðnings baráttu Hraunavina fyrir verndun Gálgahrauns. Á facebook-síðu viðburðarins kemur fram að Vigdís Finnbogadóttir sé verndari tónleikanna  Fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram og er dagskráin eftirfarandi:

KK

Salonsveitin L´amour fou, 

Hlín Pétursdóttir Behrens sópran og Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari,

Gunna Lára Pálmadóttir trúbador,

Arnljótur Sigurðsson úr Ojba Rasta, 

Tómas R. Einarsson og félagar, 

Söngkvartettinn Kvika,

Blásarakvintett Reykjavíkur.

Samkvæmt heimildum Vísis mun Pálmi Gunnarsson einnig koma fram á tónleikunum en þeir hefjast klukkan fjögur á morgun, sunnudaginn 27. október, í Neskirkju. Aðgangseyrir á tónleikana er 1000 krónur. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×