Sport

Tuttugu skylmingakappar halda til Finnlands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Skylmingasamband Íslands
Norðurlandamótið í skylmingum með höggsverði verður haldið í Helsinki í Finnlandi um helgina. Tuttugu íslenskir keppendur taka þátt í níu flokkum auk liðakeppni.

Ísland á tíu keppendur í karlaflokki og sjö keppendur í kvennaflokki. Sumir keppa bæði í yngri flokkum auk fullorðinsflokki. Indriði Viðar er elsti keppandinn, 56 ára, og Anna Margrét Ólafsdóttir er yngst eða tólf ára.

Auk keppenda eru dómarar, þjálfarar, liðsstjórar og foreldrar með í för. Alls telur hópurinn um þrjátíu manns.

Lista yfir keppendur má sjá að neðan.

Aldís Edda Ingvarsdóttir

Andri Nikolaysson Mateev

Anna Margrét Ólafsdóttir

Atli Björn Sigurðsson

Ágúst Þór Hafsteinsson

Eydís Eiðsdóttir

Freyja Sif Stefánsdóttir

Guðjón Ragnar Brynjarsson

Gunnar Egill Ágústsson

Haraldur Þórir Proppé Hugosson

Hilmar Örn Jónsson

Indriði Viðar

Kolfinna Jónsdóttir

Magnea Kristín J. Fredriksen

Magni Snævar Jónsson

Nikulás Yamamoto Barkarson

Róbert Elís Villalobos

Trausti Ásgeirsson

Þorbjörg Ágústsdóttir

Þórdís Ylfa Viðarsdóttir

Mynd/Skylmingasamband Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×