Erlent

Norska leyniþjónustan reyndi að tala hryðjuverkamanninn til

Marie Björnland, yfirmaður PST, norsku leyniþjónustunnar.
Marie Björnland, yfirmaður PST, norsku leyniþjónustunnar. Mynd/AP
Norska leyniþjónustan reyndi að telja Hassan Abdi Dhulow, ofan af því að slást í lið með Sómölskum hryðjuverkamönnum fyrir þremur árum síðan. Hassan var einn af þeim sem réðust inn í Westgate verslunarmiðstöðina í Kenýa á dögunum, en hann ólst upp í Noregi sem flóttamaður frá Sómalíu.

Hann fluttist með fjölskyldu sinni til Noregs árið 1999 en fann sig illa þar og fyrir nokkrum árum fór hann að hneigjast til öfgafullrar íslamstrúar.

Marie Björnland, forstjóri norsku leyniþjónustunnar, segir í samtali við AP fréttastofuna að hennar fólki hafi vel verið kunnugt um Hassan og að fulltrúar hennar hafi reynt að tala hann ofan af því að flytjast til Sómalíu til að ganga til liðs við íslamistana í Al Shabab. Talið er víst að Hassan hafi verið felldur í árásinni á Westgate.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×