Innlent

Mótmælendur og lögreglan mætt aftur í hraunið

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Til átaka kom við mótmælin í gær. Mótmælendur vita ekki hvað þeir ætla að gera í dag.
Til átaka kom við mótmælin í gær. Mótmælendur vita ekki hvað þeir ætla að gera í dag. mynd/GVA
„Hér er fullt af fólki, það eru núna um 25 manns mættir svona eldsnemma og jarðýtan er að koma,“ segir Þorsteinn Magnússon náttúruverndarsinni. Lögreglan er líka komin á svæðið, þeir eru með bíl á túninu.

Þorsteinn var sjálfur mættur klukkan 7:15 í morgun og fólki hefur verið að fjölga rólega síðan.

Hann segir að þau séu ekki með neitt sérstakt plan fyrir daginn nema að fara og mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið klukkan hálf eitt í dag. „Þangað hvetjum við fólk til að koma og sýna náttúrunni stuðning.“

Þorsteinn segir að að það sé að minnsta kosti ólíklegt að þau leggist fyrir ýturnar í dag. Verktakinn sé á fullu núna að laga girðingarnar sem skemmdust í gær við það að sífellt var verið að taka þær niður í hasarnum þegar farið var með fólk inn og út af svæðinu í gær.

„Ef jarðýtan fer aftur af stað, er aldrei að vita nema að fólk leggist fyrir ýturnar, segir Þorsteinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×