Myndband af handtöku Ómars Ragnarssonar Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 21. október 2013 13:48 „Í hnotskurn er málið þannig að það er siðlaust að á meðan að málið er enn rekið fyrir Hæstarétti að fara í þessa framkvæmd,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruvinur sem er laus úr haldi, en hann var handtekinn í morgun þar sem hann var að mótmæla við Gálgahraun. Ómar er mættur aftur uppeftir. „Siðferðið hjá þessum mönnum er virkilega þannig að þeir ætla að eyðileggja eins mikið og þeir geta. Þetta er eins og leifturstríð, þar sem þeir ana áfram og gefa ekki gaum af því sem er löglegt,“ segir Ómar. Ómar segir að með þessu áframhaldi, verði þeir búnir að eyðileggja málið fyrir Hæstarétti, með óafturkræfum umhverfisspjöllum. Ómar segist ekki viss hvort hann ætli að setjast fyrir vélarnar aftur, hann ætli að sjá til og hann spili þetta bara af fingrum fram. Að sögn Ómars er þetta í fyrsta skipti sem hann er handtekinn. „Lögreglan kom hérna um daginn og bað okkur að færa okkur en við urðum ekki við því þá. Þá gerðist ekkert. En núna tóku þeir mig bara, báru mig burtu og ég veitti enga mótspyrnu.“Hann gefur ekki mikið fyrir útskýringar Vegagerðarinnar um að fólkið sem hafi keypt sér hús í Prýðishverfinu hafi gert það vegna hugsanlegrar lagningar vegarins. Hann bendir á að það fólk eigi að eiga það við bæjarstjórnina í Garðabæ, sem tími ekki að borga þessu fólki skaðabætur, fyrir sín eigin mistök. „Hann segir að vel sé hægt að laga þennan veg eins og hann er núna, fyrir brotabrot af þeim tveimur milljörðum sem eigi annars að fara í lagningu nýs vegar. „Það eru um 50 til 60 manns hér uppfrá núna ef ekki fleiri og fólki fer fjölgandi,“ segir Ómar. Myndatökumaður stöðvar 2, Sigurjón Ólafsson og fréttakona stöðvar 2, Elísabet Hall hafa verið á staðnum. Í kvöldfréttum stöðvar 2 verða sýndar ótrúlegar myndir frá mótmælunum og handtökunum.Ómar Ragnarsson fór aftur í Gálgahraun eftir að honum var sleppt. mynd/GVA Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
„Í hnotskurn er málið þannig að það er siðlaust að á meðan að málið er enn rekið fyrir Hæstarétti að fara í þessa framkvæmd,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruvinur sem er laus úr haldi, en hann var handtekinn í morgun þar sem hann var að mótmæla við Gálgahraun. Ómar er mættur aftur uppeftir. „Siðferðið hjá þessum mönnum er virkilega þannig að þeir ætla að eyðileggja eins mikið og þeir geta. Þetta er eins og leifturstríð, þar sem þeir ana áfram og gefa ekki gaum af því sem er löglegt,“ segir Ómar. Ómar segir að með þessu áframhaldi, verði þeir búnir að eyðileggja málið fyrir Hæstarétti, með óafturkræfum umhverfisspjöllum. Ómar segist ekki viss hvort hann ætli að setjast fyrir vélarnar aftur, hann ætli að sjá til og hann spili þetta bara af fingrum fram. Að sögn Ómars er þetta í fyrsta skipti sem hann er handtekinn. „Lögreglan kom hérna um daginn og bað okkur að færa okkur en við urðum ekki við því þá. Þá gerðist ekkert. En núna tóku þeir mig bara, báru mig burtu og ég veitti enga mótspyrnu.“Hann gefur ekki mikið fyrir útskýringar Vegagerðarinnar um að fólkið sem hafi keypt sér hús í Prýðishverfinu hafi gert það vegna hugsanlegrar lagningar vegarins. Hann bendir á að það fólk eigi að eiga það við bæjarstjórnina í Garðabæ, sem tími ekki að borga þessu fólki skaðabætur, fyrir sín eigin mistök. „Hann segir að vel sé hægt að laga þennan veg eins og hann er núna, fyrir brotabrot af þeim tveimur milljörðum sem eigi annars að fara í lagningu nýs vegar. „Það eru um 50 til 60 manns hér uppfrá núna ef ekki fleiri og fólki fer fjölgandi,“ segir Ómar. Myndatökumaður stöðvar 2, Sigurjón Ólafsson og fréttakona stöðvar 2, Elísabet Hall hafa verið á staðnum. Í kvöldfréttum stöðvar 2 verða sýndar ótrúlegar myndir frá mótmælunum og handtökunum.Ómar Ragnarsson fór aftur í Gálgahraun eftir að honum var sleppt. mynd/GVA
Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira