Myndband af handtöku Ómars Ragnarssonar Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 21. október 2013 13:48 „Í hnotskurn er málið þannig að það er siðlaust að á meðan að málið er enn rekið fyrir Hæstarétti að fara í þessa framkvæmd,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruvinur sem er laus úr haldi, en hann var handtekinn í morgun þar sem hann var að mótmæla við Gálgahraun. Ómar er mættur aftur uppeftir. „Siðferðið hjá þessum mönnum er virkilega þannig að þeir ætla að eyðileggja eins mikið og þeir geta. Þetta er eins og leifturstríð, þar sem þeir ana áfram og gefa ekki gaum af því sem er löglegt,“ segir Ómar. Ómar segir að með þessu áframhaldi, verði þeir búnir að eyðileggja málið fyrir Hæstarétti, með óafturkræfum umhverfisspjöllum. Ómar segist ekki viss hvort hann ætli að setjast fyrir vélarnar aftur, hann ætli að sjá til og hann spili þetta bara af fingrum fram. Að sögn Ómars er þetta í fyrsta skipti sem hann er handtekinn. „Lögreglan kom hérna um daginn og bað okkur að færa okkur en við urðum ekki við því þá. Þá gerðist ekkert. En núna tóku þeir mig bara, báru mig burtu og ég veitti enga mótspyrnu.“Hann gefur ekki mikið fyrir útskýringar Vegagerðarinnar um að fólkið sem hafi keypt sér hús í Prýðishverfinu hafi gert það vegna hugsanlegrar lagningar vegarins. Hann bendir á að það fólk eigi að eiga það við bæjarstjórnina í Garðabæ, sem tími ekki að borga þessu fólki skaðabætur, fyrir sín eigin mistök. „Hann segir að vel sé hægt að laga þennan veg eins og hann er núna, fyrir brotabrot af þeim tveimur milljörðum sem eigi annars að fara í lagningu nýs vegar. „Það eru um 50 til 60 manns hér uppfrá núna ef ekki fleiri og fólki fer fjölgandi,“ segir Ómar. Myndatökumaður stöðvar 2, Sigurjón Ólafsson og fréttakona stöðvar 2, Elísabet Hall hafa verið á staðnum. Í kvöldfréttum stöðvar 2 verða sýndar ótrúlegar myndir frá mótmælunum og handtökunum.Ómar Ragnarsson fór aftur í Gálgahraun eftir að honum var sleppt. mynd/GVA Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
„Í hnotskurn er málið þannig að það er siðlaust að á meðan að málið er enn rekið fyrir Hæstarétti að fara í þessa framkvæmd,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruvinur sem er laus úr haldi, en hann var handtekinn í morgun þar sem hann var að mótmæla við Gálgahraun. Ómar er mættur aftur uppeftir. „Siðferðið hjá þessum mönnum er virkilega þannig að þeir ætla að eyðileggja eins mikið og þeir geta. Þetta er eins og leifturstríð, þar sem þeir ana áfram og gefa ekki gaum af því sem er löglegt,“ segir Ómar. Ómar segir að með þessu áframhaldi, verði þeir búnir að eyðileggja málið fyrir Hæstarétti, með óafturkræfum umhverfisspjöllum. Ómar segist ekki viss hvort hann ætli að setjast fyrir vélarnar aftur, hann ætli að sjá til og hann spili þetta bara af fingrum fram. Að sögn Ómars er þetta í fyrsta skipti sem hann er handtekinn. „Lögreglan kom hérna um daginn og bað okkur að færa okkur en við urðum ekki við því þá. Þá gerðist ekkert. En núna tóku þeir mig bara, báru mig burtu og ég veitti enga mótspyrnu.“Hann gefur ekki mikið fyrir útskýringar Vegagerðarinnar um að fólkið sem hafi keypt sér hús í Prýðishverfinu hafi gert það vegna hugsanlegrar lagningar vegarins. Hann bendir á að það fólk eigi að eiga það við bæjarstjórnina í Garðabæ, sem tími ekki að borga þessu fólki skaðabætur, fyrir sín eigin mistök. „Hann segir að vel sé hægt að laga þennan veg eins og hann er núna, fyrir brotabrot af þeim tveimur milljörðum sem eigi annars að fara í lagningu nýs vegar. „Það eru um 50 til 60 manns hér uppfrá núna ef ekki fleiri og fólki fer fjölgandi,“ segir Ómar. Myndatökumaður stöðvar 2, Sigurjón Ólafsson og fréttakona stöðvar 2, Elísabet Hall hafa verið á staðnum. Í kvöldfréttum stöðvar 2 verða sýndar ótrúlegar myndir frá mótmælunum og handtökunum.Ómar Ragnarsson fór aftur í Gálgahraun eftir að honum var sleppt. mynd/GVA
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira