Innlent

Vegagerðin segir mótmælin ólögmæt

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Að sögn G. Péturs eru , þar til bær stjórnvöld  sammála um að þessi framkvæmd sé lögleg.
Að sögn G. Péturs eru , þar til bær stjórnvöld sammála um að þessi framkvæmd sé lögleg. mynd/GVA
„Þessi mótmæli eru ólögmæt,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Það sést á því að það er lögreglan sem er að fjarlægja fólk af vinnusvæðinu. Garðabær og Vegagerðin eru í fullum rétti að leggja þennan veg.“

Að sögn G. Péturs eru , þar til bær stjórnvöld  sammála um að þessi framkvæmd sé lögleg. Framkvæmdin sé búin að vera í skipulagi í áratugi. Hann segir að fólk sem búi í Prýðishverfinu í Garðabæ hafi byggt hús þar vegna þess að vegurinn eigi að liggja þarna en ekki annars staðar.

Hann segir að það sé langur tími að bíða í sex mánuði sem geti þess vegna orðið allt upp í tólf mánuði, eftir niðurstöðu vegna málsins. Þar sem búið sé að semja við verktaka, þá kosti það mikið fé í skaðabætur.

Fallist Hæstiréttur á að fá ráðgefandi álit EFTA, þurfi að bíða enn lengur,  niðurstöður muni ekki liggja fyrir, fyrr en árið 2015 eða 2016.

Ef svo ólíklega færi, að umhverfismatið yrði dæmt ógilt, þá færi bara fram nýtt umhverfismat og gefið yrði út nýtt framkvæmdarleyfi, þetta snúist því ekki um að stöðva þessa framkvæmd, heldur aðeins að tefja hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×