Innlent

Lögreglan fór fram með miklu offorsi - "Við ætlum beint uppeftir aftur“

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Þarna sjást lögreglumenn bera Lárus Vilhjálmsson í burtu af svæðinu.
Þarna sjást lögreglumenn bera Lárus Vilhjálmsson í burtu af svæðinu. mynd/GVA
„Það er enn fólk þarna uppfrá og við ætlum að fara beint aftur í hraunið,“ segir Lárus Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Nýlistasafnsins, sem var handtekinn í morgun þar sem hann var við mótmæli vegna Gálgahrauns.

Hann er nú laus og var boðið að borga sekt upp á 10 þúsund krónur. „Ég samþykkti það ekki, enda tel ég mig hafa verið í fullum rétti þarna að vernda náttúruna.“

Honum finnst lögreglan hafa beitt valdi sínu með of miklu offorsi. Þetta hafi verið friðsöm mómæli og enginn sýndi mótþróa. Þau vildu bara ekki færa sig og sögðust ekki geta það þar sem þau væru á náttúruverndarsvæði.

„Ég held að það hafi um 20 til 30 manns verið handteknir. Mér skilst að það sé búið að sleppa nokkrum í viðbót, en við vorum tekin inn í hollum inn á lögreglustöðina,“ segir hann.

„Ég stend hérna fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu og það er verið að koma með fleira fólk núna,“ segir Lárus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×