Innlent

Síldin mögulega komin í Kolgrafafjörð

Ef tæknilega mögulegt vilja heimamenn loka leið síldarinnar undir brúna.
Ef tæknilega mögulegt vilja heimamenn loka leið síldarinnar undir brúna. Mynd/Vilhelm
Síld virðist vera farin að leita inn á Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi og hafa háhyrningar sést þar á ferð innan við brúnna, sem er á þverun fjarðarins.

Þykir víst að hann sé þar að elta síld til átu og að minnsta kosti eitt síldveiðiskip var að veiðum rétt utan við brúnna í fyrradag og annað er á leið þangað þessa stundina.  Talið er að yfir 50 þúsund tonn af síld hafi drepist þar úr súrenfisskorti á síðustu vertíð og bíða heimamenn nú milli vonar og átta eftir framvindu mála.

Bæjarráð Grundarfjarðar skoraði í síðustu viku á á ráðherra umhverfis- og sjávarútvegsmála að leyfa lokun fjarðarins strax, ef það er tæknilega mögulegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×