Kanna hvort Ísland hafi verið samstarfsaðili NSA Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2013 14:51 Ögmundur Jónasson segir ekki ótrúlegt að njósnum hafi verið beitt almennt. Mynd/Anton Brink Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna bar upp fyrirspurn á Alþingi í morgun varðandi njósnanir Þjóðaröryggisstofnunnar Bandaríkjanna eða NSA og hvort íslensk stjórnvöld hefðu formlega krafist svara hvort njósnað hafi verið hér á Íslandi. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis tók þá ákvörðun í morgun að kanna hvað til sé í þeim upplýsingum sem fram hafa komið um að Ísland hafi tekið þátt í gagnasöfnun NSA. „Það sem ég vildi ganga úr skugga um er hvort stjórnvöld hefðu óskað formlega eftir upplýsingum gagnvart íslenskum stjórnmálamönnum. Í svari forsætisráðherra kom fram að óskað hefði verið svörum formlega,“ segir Ögmundur. „Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun var tekin ákvörðun um að nefndin kannaði það sem komið hefur fram um að Ísland hafi verið í hópi 23 þjóða sem hafi unnið í nánu samstarfi við NSA um gagnaöflun hér á landi. Með öðrum orðið verið í samstarfi um njósnir. Okkur ber skylda til að rannsaka þetta sérstaklega.“ Í næstu viku mun nefndin funda aftur um málið og verða fulltrúar stjórnsýslunnar úr innanríkisráðuneyti og utanríkisráðuneyti kallaðir á fundinn. Aðspurður hvort hann teldi líklegt að njósnir hefðu átt sér stað á Íslandi segir Ögmundur: „Það er ekki ótrúlegt að sama kerfi hafi verið beitt almennt. Ég sagði í máli mínu í morgun að vonandi værum við að upplifa sögulega tíma sem skráðir væru á spjöld sögunnar. Ég sagði vonandi vegna þess að vonandi yrði það ekki viðvarandi ástand. Að heimsveldi eða almennt ríkisvald beitti sér fyrir njósnum af þessu taki.“ „Þetta er grafalvarlegt mál og við höfum óskað eftir utandagskrárumræðu um það í næstu viku og forsætisráðherra hefur fallist á það. Þannig sköpum við vettvang til að ræða þetta svo íslendingar geti fylgst með umræðunni.“ Tengdar fréttir Íslendingar krefjast svara um njósnir Bandaríkjanna Íslensk stjórnvöld hafa formlega óskað eftir svörum frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum hvort njósnir hafi verið stundaðar hér á landi, gegn stjórnmálamönnum og almenningi. 31. október 2013 11:27 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna bar upp fyrirspurn á Alþingi í morgun varðandi njósnanir Þjóðaröryggisstofnunnar Bandaríkjanna eða NSA og hvort íslensk stjórnvöld hefðu formlega krafist svara hvort njósnað hafi verið hér á Íslandi. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis tók þá ákvörðun í morgun að kanna hvað til sé í þeim upplýsingum sem fram hafa komið um að Ísland hafi tekið þátt í gagnasöfnun NSA. „Það sem ég vildi ganga úr skugga um er hvort stjórnvöld hefðu óskað formlega eftir upplýsingum gagnvart íslenskum stjórnmálamönnum. Í svari forsætisráðherra kom fram að óskað hefði verið svörum formlega,“ segir Ögmundur. „Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun var tekin ákvörðun um að nefndin kannaði það sem komið hefur fram um að Ísland hafi verið í hópi 23 þjóða sem hafi unnið í nánu samstarfi við NSA um gagnaöflun hér á landi. Með öðrum orðið verið í samstarfi um njósnir. Okkur ber skylda til að rannsaka þetta sérstaklega.“ Í næstu viku mun nefndin funda aftur um málið og verða fulltrúar stjórnsýslunnar úr innanríkisráðuneyti og utanríkisráðuneyti kallaðir á fundinn. Aðspurður hvort hann teldi líklegt að njósnir hefðu átt sér stað á Íslandi segir Ögmundur: „Það er ekki ótrúlegt að sama kerfi hafi verið beitt almennt. Ég sagði í máli mínu í morgun að vonandi værum við að upplifa sögulega tíma sem skráðir væru á spjöld sögunnar. Ég sagði vonandi vegna þess að vonandi yrði það ekki viðvarandi ástand. Að heimsveldi eða almennt ríkisvald beitti sér fyrir njósnum af þessu taki.“ „Þetta er grafalvarlegt mál og við höfum óskað eftir utandagskrárumræðu um það í næstu viku og forsætisráðherra hefur fallist á það. Þannig sköpum við vettvang til að ræða þetta svo íslendingar geti fylgst með umræðunni.“
Tengdar fréttir Íslendingar krefjast svara um njósnir Bandaríkjanna Íslensk stjórnvöld hafa formlega óskað eftir svörum frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum hvort njósnir hafi verið stundaðar hér á landi, gegn stjórnmálamönnum og almenningi. 31. október 2013 11:27 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Íslendingar krefjast svara um njósnir Bandaríkjanna Íslensk stjórnvöld hafa formlega óskað eftir svörum frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum hvort njósnir hafi verið stundaðar hér á landi, gegn stjórnmálamönnum og almenningi. 31. október 2013 11:27