Íslenski boltinn

Sportspjallið: Glænýr völlur hefði kostað marga milljarða

Síðustu framkvæmdir á Laugardalsvelli kostuðu 1,6 milljarð króna. Mörgum þótti farið illa með það fé og var meðal annars bent á að í Noregi hefðu verið byggðir 12-15 þúsund manna vellir fyrir álíka fé.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir í Sportspjallinu að vel hafi verið farið með peninginn í síðustu framkvæmdum á Laugardalsvelli.

Hann segir einnig að það hafi verið óraunhæft að telja að hægt væri að byggja nýjan völl frá grunni fyrir þann pening.

"Það er draumsýn í mínum huga að byggja slíkan leikvang fyrir þessa upphæð. Ég myndi skjóta á að nýr leikvangur með tilheyrandi þjónustumannvirkjum myndi kosta fleiri milljarða í dag," segir Geir en hann vísar þar í ef byggður væri nýr völlur en ekki klárað að loka Laugardalsvelli.

Draumur Geirs er að loka Laugardalsvelli með stúku allan hringinn en hann segist ekki vita hvað slík framkvæmd  muni kosta. Það sé ekki búið að vinna neinakostnaðaráætlun.

Hér að ofan má sjá hluta af Sportspjalli vikunnar en þátturinn verður sýndur í heild sinni í hádeginu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×