Innlent

Kári Stefánsson dæmdur til að greiða verksamning

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Kári taldi sig þegar hafa greitt fyrir verkið í samræmi við samninga.
Kári taldi sig þegar hafa greitt fyrir verkið í samræmi við samninga.
Kári Stefánsson, oft kenndur við Íslenska erfðagreiningu, var í dag dæmdur af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða tæpar 9 milljónir króna vegna verksamninga sem hann gerði við Fonsi ehf.

Samningurinn var gerður um að steypa upp einbýlishús í Kópavogi. Af 22 reikningum sem Fonsi ehf. gaf út vegna verksins voru allir greiddir nema 2 síðustu, en Kári taldi verkið gallað og því hafi ekki verið lokið í samræmi við samning. Þá taldi hann sig þegar hafa greitt fyrir verkið í fullu samræmi við samninga. Samningsfjárhæðin var í heild rúmar tæpar 55 milljónir en fram kemur í dómi héraðsdóms að Kári taldi sig í raun hafa ofgreitt fyrir verkið.

Dómurinn féllst á kröfu Fonsi ehf. að hluta, og dæmdi Kára til að greiða tæpar 9 milljónir króna, en til frádráttar upphaflegri kröfu Fonsi ehf. kom krafa Kára vegna gallaðrar steypu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×