Verjandi Hannesar segir sannanir skorta Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. nóvember 2013 19:23 Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir að skortur sé á sönnunum í ákæru sérstaks saksóknara gegn skjólstæðingi sínum. Hann sakar embættið um að leka gögnum til fjölmiðla. Hannes Smárason er ákærður fyrir að hafa í apríl árið 2005 dregið sér tæplega þrjá milljarða króna af reikningi FL Group og ráðstafað þeim til Fons eignarhaldsfélags. Fjárhæðin var millifærð án vitunar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Verði Hannes fundinn sekur um fjárdrátt gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Í ákærunni kemur fram að Hannes hafi millfært upphæðina tilbaka ásamt vöxtum tveimur mánuðum eftir að hafa fært fjármunina af reikningi FL Group. Hannes mun þó ekki hafa millifært fjármunina tilbaka fyrr en eftir þrýsting frá stjórnendum fyrirtækisins. Millifærslan hafði fram að því ekki verið færð í bókhald FL Group. Kaupþing banki í Lúxemborg veitti Fons lán til að greiða fjárhæðina tilbaka. Gísli Guðni Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi Hannesar, segir kæruna gegn skjólstæðingi sínum vera rýr og skortur sé á sönnunum. „Ef maður les ákæruna sjálfa þá hefur hún að geyma mjög takmarkaða ákærulýsingu. Það er sagt ítrekað Hannes hafi látið gera hitt og þetta. Það er engin útskýring á því hvernig hann á að hafa gert þetta. Hann hefur ítrekað komið í skýrslutöku og svarað öllum spurningum. Afstaða hans er óbreytt - hann telur sig vera alsaklausan af því sem fjallað er um í þessari ákæru,“ segir Gísli.Leka gögnum til fjölmiðla Verjandi Hannesar gefur ekki mikið fyrir vinnubrögð sérstaks saksóknara í málinu og segir að embættið hafi ítrekað lekið gögnum til fjölmiðla. „Það er greinilegt að embættið hefur látið leka gögnum í fjölmiðla, gögnum sem fengin voru í húsleitum o.s.frv. Það er náttúrulega grafalvarlegt,“ segir Gísli og bætir við. „Sérstakur saksóknari hefur farið í nokkur drottningaviðtöl og núna nýlega lýsti hann því yfir að það væri búið að ákæra stjórnendur allra helstu banka landsins og að þeir væru að ná ágætis dekkun. Ákærandi sem svona talar, hann ber ekki virðingu fyrir því hlutverki sem honum hefur verið trúað fyrir.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir að skortur sé á sönnunum í ákæru sérstaks saksóknara gegn skjólstæðingi sínum. Hann sakar embættið um að leka gögnum til fjölmiðla. Hannes Smárason er ákærður fyrir að hafa í apríl árið 2005 dregið sér tæplega þrjá milljarða króna af reikningi FL Group og ráðstafað þeim til Fons eignarhaldsfélags. Fjárhæðin var millifærð án vitunar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Verði Hannes fundinn sekur um fjárdrátt gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Í ákærunni kemur fram að Hannes hafi millfært upphæðina tilbaka ásamt vöxtum tveimur mánuðum eftir að hafa fært fjármunina af reikningi FL Group. Hannes mun þó ekki hafa millifært fjármunina tilbaka fyrr en eftir þrýsting frá stjórnendum fyrirtækisins. Millifærslan hafði fram að því ekki verið færð í bókhald FL Group. Kaupþing banki í Lúxemborg veitti Fons lán til að greiða fjárhæðina tilbaka. Gísli Guðni Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi Hannesar, segir kæruna gegn skjólstæðingi sínum vera rýr og skortur sé á sönnunum. „Ef maður les ákæruna sjálfa þá hefur hún að geyma mjög takmarkaða ákærulýsingu. Það er sagt ítrekað Hannes hafi látið gera hitt og þetta. Það er engin útskýring á því hvernig hann á að hafa gert þetta. Hann hefur ítrekað komið í skýrslutöku og svarað öllum spurningum. Afstaða hans er óbreytt - hann telur sig vera alsaklausan af því sem fjallað er um í þessari ákæru,“ segir Gísli.Leka gögnum til fjölmiðla Verjandi Hannesar gefur ekki mikið fyrir vinnubrögð sérstaks saksóknara í málinu og segir að embættið hafi ítrekað lekið gögnum til fjölmiðla. „Það er greinilegt að embættið hefur látið leka gögnum í fjölmiðla, gögnum sem fengin voru í húsleitum o.s.frv. Það er náttúrulega grafalvarlegt,“ segir Gísli og bætir við. „Sérstakur saksóknari hefur farið í nokkur drottningaviðtöl og núna nýlega lýsti hann því yfir að það væri búið að ákæra stjórnendur allra helstu banka landsins og að þeir væru að ná ágætis dekkun. Ákærandi sem svona talar, hann ber ekki virðingu fyrir því hlutverki sem honum hefur verið trúað fyrir.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira