Twitter slær í gegn á Wall Street Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 7. nóvember 2013 15:53 Eftirspurnin eftir hlutabréfum í Twitter er 30 sinnum meiri en framboðið. mynd/AFP Verið er að skrá samfélagsmiðilinn Twitter á markað í kauphöllinni í New York í þessum skrifuðu orðum. Um er að ræða stærstu skráningu á netfyrirtækis á markað síðan Facebook var skráð í maí á síðasta ári. Það stefnir í að þetta verði jafnvel stærri skráning en þegar Google fór á markað árið 2004. Um 70 milljónir hlutabréfa eru í boði. Upphaflegt verð var 23 dollarar en sökum gríðarlegrar eftirspurnar var verðið komið upp í 45,1 dollar þegar kauphöllin opnaði. Sögðu miðlar vestanhafs frá því að eftirspurn hefði verið 30 sinnum meiri en framboðið strax í morgun. Miðað við eftirspurnina má búast við því að verðið haldi áfram að rjúka upp. Þegar Facebook fór á markað í fyrra hækkaði verðið á hlutabréfum í fyrirtækinu gríðarlega fyrstu vikurnar. Þróunin snérist þó við nokkrum vikum seinna og verðið hrundi. Facebook hefur þó verið á stöðugri uppsiglingu síðan og hafa verð á bréfum í fyrirtækinu hækkað um 100 prósent síðustu þrjá mánuði. Mikill áhugi er á skráningunni víða um heim enda er Twitter ein af tíu stærstu vefsíðum í heimi og með um 230 milljónir notenda um allan heim. Hægt er að fylgjast með þróun mála á vef Telegraph.#Ring!— Twitter (@twitter) November 7, 2013 We just priced our IPO. pic.twitter.com/NWXaO4Myq0— Twitter (@twitter) November 6, 2013 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Verið er að skrá samfélagsmiðilinn Twitter á markað í kauphöllinni í New York í þessum skrifuðu orðum. Um er að ræða stærstu skráningu á netfyrirtækis á markað síðan Facebook var skráð í maí á síðasta ári. Það stefnir í að þetta verði jafnvel stærri skráning en þegar Google fór á markað árið 2004. Um 70 milljónir hlutabréfa eru í boði. Upphaflegt verð var 23 dollarar en sökum gríðarlegrar eftirspurnar var verðið komið upp í 45,1 dollar þegar kauphöllin opnaði. Sögðu miðlar vestanhafs frá því að eftirspurn hefði verið 30 sinnum meiri en framboðið strax í morgun. Miðað við eftirspurnina má búast við því að verðið haldi áfram að rjúka upp. Þegar Facebook fór á markað í fyrra hækkaði verðið á hlutabréfum í fyrirtækinu gríðarlega fyrstu vikurnar. Þróunin snérist þó við nokkrum vikum seinna og verðið hrundi. Facebook hefur þó verið á stöðugri uppsiglingu síðan og hafa verð á bréfum í fyrirtækinu hækkað um 100 prósent síðustu þrjá mánuði. Mikill áhugi er á skráningunni víða um heim enda er Twitter ein af tíu stærstu vefsíðum í heimi og með um 230 milljónir notenda um allan heim. Hægt er að fylgjast með þróun mála á vef Telegraph.#Ring!— Twitter (@twitter) November 7, 2013 We just priced our IPO. pic.twitter.com/NWXaO4Myq0— Twitter (@twitter) November 6, 2013
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira