Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Boði Logason skrifar 6. nóvember 2013 13:59 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. Mynd/365 Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðabyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. Á næstu dögum, eða vikum, mun Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna, Sævar Guðjónsson starfandi formaður hafnarstjórnar og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, fara í viðræður við forsvarsmenn Smyril-Line þar sem farið verður yfir erindið sem barst hafnarstjórninni fyrir nokkrum dögum. „Við vitum ekki hvað felst í þessari beiðni,“ segir Valdimar Hermannsson, formaður stjórnar sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Hann segir að erindi Smyril-Line hafi komið töluvert á óvart. „Við erum nýbúin að halda aðalfund þar sem það var ályktað til stuðnings Seyðisfirði, og að þar verði áfram ferjuhöfn og stutt við samgöngumál á svæðinu," segir hann. „Svo barst þetta erindi fyrir nokkrum dögum síðan, og kom okkur töluvert á óvart," segir hann.En er það eitthvað sem forsvarsmenn Fjarðabyggðar væru tilbúnir að gera, að taka á móti Norrænu? „Vissulega viljum við styðja við okkar nágranna, en ef þeir [Smyril-Line, innsk.blm] eru búnir að taka ákvörðun um að fara frá Seyðisfirði, þá verðum við að setjast niður með þeim og ræða málið. Það var einungis samþykkt að fara í þessar viðræður til að vita hvað felst í þeim,“ segir hann. Það yrðu þá helst tvær hafnir í Fjarðabyggð sem kæmu til greina, annarsvegar á Reyðarfirði og hinsvegar á Eskifirði.Forsætisráðherra og bæjarstjóri á fundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ,forsætisráðherra og fyrsti þingmaður kjördæmisins, fundaði í morgun með Vilhjálmi Jónssyni, bæjarstjóra Seyðisfjarðar, og samkvæmt heimildum fréttastofu snérist fundurinn meðal annars um erindið frá Smyriline. Vilhjálmur vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu. „Hann er að flytja erindi hér á ráðstefnu hér á Austurlandi, þetta var meira bara spjall,“ segir hann. Vilhjálmur segir að mikilvægt sé að það komi fram að ekki sé vitað hvað felst í þessu erindi Smyril-Line. „Við vitum ekki hvaða mál þeir vilja ræða við Fjarðabyggð. Ég reikna með að þessi mynd skýrist eitthvað á næstu vikum, þetta kom bara upp í morgun þegar ég talaði við félaga mína í Fjarðabyggð. Svona er málið, og það er ekki alveg skýrt hvað þeir vilja ræða. Ef það er óskað eftir fundi þá er sjálfsagt að verða við því," segir hann. En ef sú er raunin, að Smyril-Line vilji sigla til Fjarðabyggðar en ekki til Seyðisfjarðar eins og nú er, segir Vilhjálmur að ljóst sé að það myndi hafa mikil áhrif á atvinnulífið í bænum „enda hefur Norræna verið þungamiðjan í því,“ segir hann. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðabyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. Á næstu dögum, eða vikum, mun Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna, Sævar Guðjónsson starfandi formaður hafnarstjórnar og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, fara í viðræður við forsvarsmenn Smyril-Line þar sem farið verður yfir erindið sem barst hafnarstjórninni fyrir nokkrum dögum. „Við vitum ekki hvað felst í þessari beiðni,“ segir Valdimar Hermannsson, formaður stjórnar sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Hann segir að erindi Smyril-Line hafi komið töluvert á óvart. „Við erum nýbúin að halda aðalfund þar sem það var ályktað til stuðnings Seyðisfirði, og að þar verði áfram ferjuhöfn og stutt við samgöngumál á svæðinu," segir hann. „Svo barst þetta erindi fyrir nokkrum dögum síðan, og kom okkur töluvert á óvart," segir hann.En er það eitthvað sem forsvarsmenn Fjarðabyggðar væru tilbúnir að gera, að taka á móti Norrænu? „Vissulega viljum við styðja við okkar nágranna, en ef þeir [Smyril-Line, innsk.blm] eru búnir að taka ákvörðun um að fara frá Seyðisfirði, þá verðum við að setjast niður með þeim og ræða málið. Það var einungis samþykkt að fara í þessar viðræður til að vita hvað felst í þeim,“ segir hann. Það yrðu þá helst tvær hafnir í Fjarðabyggð sem kæmu til greina, annarsvegar á Reyðarfirði og hinsvegar á Eskifirði.Forsætisráðherra og bæjarstjóri á fundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ,forsætisráðherra og fyrsti þingmaður kjördæmisins, fundaði í morgun með Vilhjálmi Jónssyni, bæjarstjóra Seyðisfjarðar, og samkvæmt heimildum fréttastofu snérist fundurinn meðal annars um erindið frá Smyriline. Vilhjálmur vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu. „Hann er að flytja erindi hér á ráðstefnu hér á Austurlandi, þetta var meira bara spjall,“ segir hann. Vilhjálmur segir að mikilvægt sé að það komi fram að ekki sé vitað hvað felst í þessu erindi Smyril-Line. „Við vitum ekki hvaða mál þeir vilja ræða við Fjarðabyggð. Ég reikna með að þessi mynd skýrist eitthvað á næstu vikum, þetta kom bara upp í morgun þegar ég talaði við félaga mína í Fjarðabyggð. Svona er málið, og það er ekki alveg skýrt hvað þeir vilja ræða. Ef það er óskað eftir fundi þá er sjálfsagt að verða við því," segir hann. En ef sú er raunin, að Smyril-Line vilji sigla til Fjarðabyggðar en ekki til Seyðisfjarðar eins og nú er, segir Vilhjálmur að ljóst sé að það myndi hafa mikil áhrif á atvinnulífið í bænum „enda hefur Norræna verið þungamiðjan í því,“ segir hann.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira