Tónlist

Jakob Frímann óskar Busta Rhymes Guðs blessunar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Busta Rhymes (t.v.) notaði stef úr lagi Jakobs Frímanns í sitt eigið lag, án þess að biðja leyfis.
Busta Rhymes (t.v.) notaði stef úr lagi Jakobs Frímanns í sitt eigið lag, án þess að biðja leyfis.
Tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon er lítið spenntur fyrir málaferlum gegn bandaríska rapparanum Busta Rhymes, sem notaði stef úr gömlu lagi Jakobs, Burlesque in Barcelona, í lag sitt, Doin' it Again, í fyrra.

„Það er nú lítið að frétta af þessu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. „Ég er búinn að tilkynna þetta til minna umboðsaðila í Bandaríkjunum og þeir eru að skoða þetta mál.

Jakob segir að líklega sé það helsta í stöðunni að efna til málaferla gegn rapparanum, sem leitaði ekki samþykkis Jakobs fyrir notkun stefsins.

„En ég er seinþreyttur til leiðinda,“ segir Jakob, en í samtali við Fréttablaðið í maí sagði hann að bæði væri flókið og dýrt að leita réttar síns í málum sem þessu.

„En ég óska honum Guðs blessunar og vona að lagabúturinn hafi getað fært honum örlitla peninga, eða að minnsta kosti eilitla lífshamingju,“ segir Jakob um rapparann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×