Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2013 18:30 Tord Lien, eða "Turbo-Tord", nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs. Mynd/Reynir Jóhannesson. Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. Ráðherrann segir ákvæði stjórnarsáttmála, um að leyfa ekki olíuleit á nýjum svæðum, ekki gilda um íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Við stjórnarskiptin í Noregi fyrir þremur vikum varð sú stefnubreyting að fallið var frá þeirri ákvörðun fyrrverandi olíumálaráðherra, Ola Borten Moe, að opna norska hluta Jan Mayen svæðisins til olíuleitar. Þetta hefur vakið upp spurningar um framhald þátttöku norskra stjórnvalda í olíuleit á íslenska hlutanum, Drekasvæðinu, sem innsigluð var við athöfn í Ráðherrabústaðnum í byrjun ársins. Norska ríkisolíufélagið Petoro varð þá 25 prósenta aðili að tveimur fyrstu sérleyfunum.Sérleyfin á íslenska Drekasvæðinu. Ný ríkisstjórn Noregs þarf að svara því fyrir 16. nóvember hvort hún nýti sér 25% þátttökurétt í 3ja sérleyfinu með CNOOC og Eykon Energy.Nýja ríkisstjórnin stendur núna frammi fyrir þeirri ákvörðun, og hefur frest til 16. nóvember, hvort hún ætli að auka þátttöku sína með því nýta sér rétt sinn að þriðja sérleyfinu, sem Orkustofnun hyggst úthluta kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon. Petoro yrði þá væntanlega einnig falið að ganga inn í leyfið af hálfu Noregs. Svarið má að nokkru lesa úr fyrirsögn Stavanger Aftenblad í dag þar sem segir að Turbo Tord, eða Túrbó-Þórður, opni á meira íslenskt olíuævintýri. Hér er átt við Tord Lien, nýja olíu- og orkumálaráðherrann, sem undirstrikar í viðtali við blaðið að nýi stjórnarsáttmálinn segi ekkert um þátttöku Noregs í olíuleit í lögsögu Íslands. Ráðherrann segir að ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar muni ráðast af því hvort það teljist hagstætt fyrir norska ríkið að taka þátt. Hann segir að olíuleit við Ísland muni hafa sinn gang, óháð norskri þátttöku, og þetta sé því spurning um hvort Noregur geti hagnast á því að nýta rétt sinn.Orkumálastjóri afhendir fyrstu Drekaleyfin að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs í Ráðherrabústaðnum í janúar.„Við munumekkitaka þátt í leit á Íslandibaratil að taka þátt.Við verðum aðíhuga hvort þaðséarðbærtfyrirnorsk stjórnvöldað taka þátt.Ákvörðun umþátttökuverður tekinaf ríkisstjórninni,að fenginnifaglegri ráðgjöf, fyrstfrá Olíustofnuninni," segir Tord Lien í viðtali við Aftenbladet. Viðvera norska olíumálaráðherrans Ola Borten Moe við athöfnina í Reykjavík í janúar þótti mikil traustsyfirlýsing við olíuleit Íslendinga. Innan tveggja vikna fáum við því svarað hvort nýja hægri stjórnin í Noregi muni endurnýja þá traustsyfirlýsingu, - eða snúa baki við Íslendingum. Tengdar fréttir Olíu- og orkumálaráðherra sóttur inn í raforkufyrirtæki Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. 16. október 2013 13:23 Já við boði Íslendinga gæti þýtt átök í Noregi Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild 16. október 2013 18:45 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. Ráðherrann segir ákvæði stjórnarsáttmála, um að leyfa ekki olíuleit á nýjum svæðum, ekki gilda um íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Við stjórnarskiptin í Noregi fyrir þremur vikum varð sú stefnubreyting að fallið var frá þeirri ákvörðun fyrrverandi olíumálaráðherra, Ola Borten Moe, að opna norska hluta Jan Mayen svæðisins til olíuleitar. Þetta hefur vakið upp spurningar um framhald þátttöku norskra stjórnvalda í olíuleit á íslenska hlutanum, Drekasvæðinu, sem innsigluð var við athöfn í Ráðherrabústaðnum í byrjun ársins. Norska ríkisolíufélagið Petoro varð þá 25 prósenta aðili að tveimur fyrstu sérleyfunum.Sérleyfin á íslenska Drekasvæðinu. Ný ríkisstjórn Noregs þarf að svara því fyrir 16. nóvember hvort hún nýti sér 25% þátttökurétt í 3ja sérleyfinu með CNOOC og Eykon Energy.Nýja ríkisstjórnin stendur núna frammi fyrir þeirri ákvörðun, og hefur frest til 16. nóvember, hvort hún ætli að auka þátttöku sína með því nýta sér rétt sinn að þriðja sérleyfinu, sem Orkustofnun hyggst úthluta kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon. Petoro yrði þá væntanlega einnig falið að ganga inn í leyfið af hálfu Noregs. Svarið má að nokkru lesa úr fyrirsögn Stavanger Aftenblad í dag þar sem segir að Turbo Tord, eða Túrbó-Þórður, opni á meira íslenskt olíuævintýri. Hér er átt við Tord Lien, nýja olíu- og orkumálaráðherrann, sem undirstrikar í viðtali við blaðið að nýi stjórnarsáttmálinn segi ekkert um þátttöku Noregs í olíuleit í lögsögu Íslands. Ráðherrann segir að ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar muni ráðast af því hvort það teljist hagstætt fyrir norska ríkið að taka þátt. Hann segir að olíuleit við Ísland muni hafa sinn gang, óháð norskri þátttöku, og þetta sé því spurning um hvort Noregur geti hagnast á því að nýta rétt sinn.Orkumálastjóri afhendir fyrstu Drekaleyfin að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs í Ráðherrabústaðnum í janúar.„Við munumekkitaka þátt í leit á Íslandibaratil að taka þátt.Við verðum aðíhuga hvort þaðséarðbærtfyrirnorsk stjórnvöldað taka þátt.Ákvörðun umþátttökuverður tekinaf ríkisstjórninni,að fenginnifaglegri ráðgjöf, fyrstfrá Olíustofnuninni," segir Tord Lien í viðtali við Aftenbladet. Viðvera norska olíumálaráðherrans Ola Borten Moe við athöfnina í Reykjavík í janúar þótti mikil traustsyfirlýsing við olíuleit Íslendinga. Innan tveggja vikna fáum við því svarað hvort nýja hægri stjórnin í Noregi muni endurnýja þá traustsyfirlýsingu, - eða snúa baki við Íslendingum.
Tengdar fréttir Olíu- og orkumálaráðherra sóttur inn í raforkufyrirtæki Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. 16. október 2013 13:23 Já við boði Íslendinga gæti þýtt átök í Noregi Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild 16. október 2013 18:45 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Olíu- og orkumálaráðherra sóttur inn í raforkufyrirtæki Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. 16. október 2013 13:23
Já við boði Íslendinga gæti þýtt átök í Noregi Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild 16. október 2013 18:45