Tónlist

Emmsjé Gauti stýrir nýjum útvarpsþætti

Emmsjé Gauti verður með útvarpsþátt í dag milli 16-18 á Kiss FM 104,5.
Emmsjé Gauti verður með útvarpsþátt í dag milli 16-18 á Kiss FM 104,5. Fréttablaðið/Anton Brink
Nýr útvarpsþáttur í stjórn rapparans Emmsjé Gauta hefur göngu sína á nýrri útvarpsstöð, Kiss FM 104,5, í dag. „Ég hef prófað næstum allt í fjölmiðlum en á eftir að prófa að stýra daglegum útvarpsþætti. Þetta verður algjör snilld,“ segir rapparinn góðkunni.

Þátturinn hefur fengið nafnið Kastalinn og mun Gauti, ásamt Hlyni Helga Hallgrímssyni félaga sínum, stýra þéttri dagskrá. „Við ætlum að taka það sem við höfum fílað úr útvarpi og gera það okkar. Við erum komnir með fullt af góðu dóti sem fólk mun pottþétt fíla.“

Auk þess að stýra dagskrárliðum þáttarins munu þeir félagar spila ferska tónlist. „Við stýrum tónlistinni algjörlega og ætlum að spila ferska danstónlist og Hip-Hop. Þannig að þeir sem vilja hlusta á nýja strauma í tónlist í útvarpinu ættu að hlusta.“

Þátturinn verður í loftinu frá 16-18 á Kiss FM 104,5. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×