Lífið

Hausttónleikar Léttsveitar Reykjavíkur

Ellý Ármanns skrifar
Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur hélt árlega hausttónleika í Háskólabíói í dag undir stjórn Gísla Magna. Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona vakti mikla lukku en hún tók nokkur vel valin lög með kórnum eins og lögin Because you can og Je ne sais quoi en það síðarnefnda flutti hún í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2010.  

Meðfylgjandi myndir voru teknar eftir vel heppnaða tónleikana. Þá má sjá stutt myndskeið af flutningi Heru og kórsins en söngkonan lagði mikla áherslu á skóna sína á milli laga - en skóna má einnig sjá í myndskeiðinu.

Heimasíða Léttsveitar Reykjavíkur.

Þéttsetið var á tónleikunum sem einkenndust af mikilli gleði.
Hera Björk sló á létt strengi á milli þess sem hún söng með Léttsveitinni.
Lífið myndaði Léttsveit Reykjavíkur eftir tónleikana.
Mikil gleði ríkti eftir vel heppnaða tónleika.
Smelltu á efstu mynd í fréttinni til að skoða albúmið í heild sinni.
Gísli Magna stjórnandi og Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.