Innlent

Tveggja tonna grjót brotnaði úr Almannagjá

Ólafur Örn sést hér strjúka grjótinu
Ólafur Örn sést hér strjúka grjótinu mynd/óöh
Um tveggja tonna grjót brotnaði úr Almannagjá og féll á miðjan göngustíginn síðdegis í gær.

Í samtali við fréttastofu sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður, að þetta sé einsdæmi og að grjóthrun af þessari stærðargráðu hafi ekki sér stað nema í jarðskjálftunum um aldamótin þegar stór og mikil grjót féllu úr Hjartagjá, hamrinum fyrir neðan útsýnispallinn í Almannagjá.

Ákveðið var að færa grjótið ekki í gær. Þess í stað var svæðið girt af. Ólafur hefur boðað sérfræðinga á staðinn til að skera úr um hver ástæðan fyrir þessu er. Líklegt þykir að grjótið hafi losnað í frosti, en eins og áður segir er afar sjaldgæft að svo stór steinn losni úr grjánni.

Mikil mildi þykir að ekki fór verr enda bendir Ólafur á að hundruð ferðamanna hafi verið í gjánni í gær.

Grjótið sést hér á miðjum göngustígmynd/óöh



Fleiri fréttir

Sjá meira


×