Íslenski boltinn

Rakel Hönnu í Kópavoginum næstu þrjú árin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmark Breiðabliks í bikarúrslitaleiknum.
Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmark Breiðabliks í bikarúrslitaleiknum. Mynd/Daníel
Sóknarmaðurinn Rakel Hönnudóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik.

Rakel, sem er  uppalin norðan heiða, hefur leikið alls 171 leik í deild og bikar með Þór/KA og Breiðabliki undanfarin ár og skorað í þeim 144 mörk.

Rakel á að baki 55 A-landsleiki og var m.a. ein af fjórum leikmönnum landsliðsins sem spilaði allar mínúturnar á EM í Svíþjóð í sumar. Hún hefur verið ein af lykilleikmönnunum í Breiðabliks liðinu sem vann m.a. bikarmeistaratitilinn í sumar. Rakel skoraði sigurmarkið í leiknum.

„Knattspyrnudeild Breiðabliks væntir mikils af áframhaldandi samstarfi við Rakel og lýsir mikilli ánægju sinni með að njóta krafta hennar á knattspyrnuvellinum í þrjú ár í viðbót hið minnsta,“ segir á heimasíðu Blika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×