Erlent

Rob Ford sviptur völdum í Toronto

Mynd/AP
Borgarstjórnin í Toronto í Kanada ákvað í gær að svipta borgarstjórann Rob Ford nær öllum völdum sínum. Ford hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu daga en hann hefur meðal annars viðurkennt að hafa reykt krakk í borgarstjóratíð sinni auk þess sem myndband birtist af honum þar sem hann hótar manni kvalarfullum dauðdaga.

Þá hafa ásakanir um kynferðislega áreitni í garð samstarfsmanna sinna verið bornar á hann. Krafan um að hann segi af sér hefur því orðið æ háværari en sjálfur hefur hann ekki tekið slíkt í mál. Í gær ákvað borgarstjórnin svo að draga mikið úr völdum borgarstjórans og færa til varaborgarstjórans.

Sjálfur segir Ford að um valdarán sé að ræða og lofaði hann blóðugu stríði í næstu borgarstjórnarkosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×