Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2013 19:27 Forsætisráðherra: Er alfarið á móti því að loka þriðju flugbrautinni. mynd/365 Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Hann vill vinda ofan af samkomulagi sem Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, gerði við Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs, um að borgin fengi hluta flugvallarsvæðisins undir íbúðabyggð. Samkomulag sem undirritað var í Hörpu í lok síðasta mánaðar um flugvallarmálið hefur verið túlkað svo að minnstu flugbrautinni verði lokað um áramót og að Reykjavíkurborg geti byrjað að úthluta lóðum undir ný íbúðahverfi í Skerjafirði. „Nei, það er ekkert fjallað um það að loka þriðju flugbrautinni í þessu samkomulagi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Ég tel það raunar mjög óráðlegt og er alfarið á móti því af ýmsum ástæðum,“ segir forsætisráðherra. Hann nefnir öryggismál, það sé ástæða fyrir að flugbrautirnar séu þrjár. „En það er líka mjög óheppileg stefna í alla staði að vera stöðugt að reyna að þrengja að flugvellinum, byggja alveg upp við hann allt í kring til að reyna að þrengja að honum.“ Forsætisráðherra segir að Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, formaður hafi í mars undirritað samkomulag um sölu á hluta vallarsvæðisins. Minnt hafi verið á það samkomulag í tengslum við undirritunina á dögunum. „En ég held að menn ættu að reyna að sameinast um það að vinda ofan af því og fá vonandi eftir næstu borgarstjórnarkosningar meirihluta sem er tilbúinn að gera þetta öðruvísi,“ segir Sigmundur. Fullyrt hefur verið að innanríkisráðherra og borgarstjóri hafi gert hliðarsamkomulag í síðasta mánuði um brotthvarf þriðju brautarinnar. Spurður hvort hann hafi vitað af slíku hliðarsamkomulagi þegar hann undirritaði flugvallarsamkomulagið í Hörpu svarar forsætisráðherra: „Það var einhver hugmynd um að hafa þetta allt í einu skjali. En ég taldi það óráðlegt vegna þess að það hefði gefið til kynna að verið væri að semja sérstaklega um þetta með þriðju flugbrautina. Það var ekki verið að gera samning um það núna. Það var bara upprifjun á því að slíkt samkomulag hefði verið gert á sínum tíma.“ Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Hann vill vinda ofan af samkomulagi sem Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, gerði við Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs, um að borgin fengi hluta flugvallarsvæðisins undir íbúðabyggð. Samkomulag sem undirritað var í Hörpu í lok síðasta mánaðar um flugvallarmálið hefur verið túlkað svo að minnstu flugbrautinni verði lokað um áramót og að Reykjavíkurborg geti byrjað að úthluta lóðum undir ný íbúðahverfi í Skerjafirði. „Nei, það er ekkert fjallað um það að loka þriðju flugbrautinni í þessu samkomulagi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Ég tel það raunar mjög óráðlegt og er alfarið á móti því af ýmsum ástæðum,“ segir forsætisráðherra. Hann nefnir öryggismál, það sé ástæða fyrir að flugbrautirnar séu þrjár. „En það er líka mjög óheppileg stefna í alla staði að vera stöðugt að reyna að þrengja að flugvellinum, byggja alveg upp við hann allt í kring til að reyna að þrengja að honum.“ Forsætisráðherra segir að Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, formaður hafi í mars undirritað samkomulag um sölu á hluta vallarsvæðisins. Minnt hafi verið á það samkomulag í tengslum við undirritunina á dögunum. „En ég held að menn ættu að reyna að sameinast um það að vinda ofan af því og fá vonandi eftir næstu borgarstjórnarkosningar meirihluta sem er tilbúinn að gera þetta öðruvísi,“ segir Sigmundur. Fullyrt hefur verið að innanríkisráðherra og borgarstjóri hafi gert hliðarsamkomulag í síðasta mánuði um brotthvarf þriðju brautarinnar. Spurður hvort hann hafi vitað af slíku hliðarsamkomulagi þegar hann undirritaði flugvallarsamkomulagið í Hörpu svarar forsætisráðherra: „Það var einhver hugmynd um að hafa þetta allt í einu skjali. En ég taldi það óráðlegt vegna þess að það hefði gefið til kynna að verið væri að semja sérstaklega um þetta með þriðju flugbrautina. Það var ekki verið að gera samning um það núna. Það var bara upprifjun á því að slíkt samkomulag hefði verið gert á sínum tíma.“
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira