Reykjavíkurborg hættir við gjaldskrárhækkanir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 11:46 Borgin reynir að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt. Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að hætta við áformaðar hækkanir á gjaldskrám í öllum þjónustuflokkum Reykjavíkurborgar sem taka áttu gildi 1. janúar. Hætt verður við hækkanir á gjaldskrám vegna leikskóla, skólamáltíða, frístundaheimila, bókasafnsskírteina, sundlaugakorta og vegna þjónustu sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar veitir.Sterk viðbrögð við hækkunum „Við höfum verið að miða að því að láta okkar gjaldskrár fylgja verðlagi, þær eru reyndar mjög ódýrar, ódýrastar á höfuðborgarsvæðinu og þó víðar væri leitað. En það komu fram mjög sterk viðbrögð við þessum hækkunum, sérstaklega frá verkalýðsforystunni og Samtökum atvinnulífsins. Í ljós kom að menn hafa verið að reyna að ganga í takt til að hamla verðlagshækkunum almennt og þessir aðilar litu svo á að hækkanirnar gætu ýtt af stað keðjuverkun,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr. „Við erum því tilbúin að draga þetta til baka til að leggja okkar af mörkum til að koma í veg fyrir víxlverkun þar sem enginn græðir og allir tapa.“S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra.Aðspurður hvort hækkanirnar hafi þá ekki verið óþarfar til að byrja með segir S. Björn: „Nei, við gáfum okkar ákveðnar forsendur í þessu fyrst. Núna gerum við ráð fyrir lægri verðbólgu heldur en var áætlað upphaflega og gerum ráð fyrir meiri stöðugleika í efnahagsmálum þjóðarinnar en áður var áætlað. Ef allir ganga í takt getur það gengið upp og þetta er okkar innlegg í þá göngu.“Áskilja sér rétt til endurskoðunar Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin taki með þessu frumkvæði í því að farin verði ný leið í komandi kjarasamningum með því að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt. Þá segir að frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar byggi á forsendum Þjóðhagsspár Hagstofu Íslands frá því í júní. Náist almenn samstaða um átak til að sporna við víxlverkunum launa og verðlags og þess í stað lögð áhersla á varanlega aukningu kaupmáttar í komandi kjarasamningum geta gjaldskrárhækkanir borgarinnar staðið óbreyttar út næsta ár. Ef forsendur bregðast hins vegar áskilur borgin sér rétt til að taka gjaldskrár til endurskoðunar á síðari hluta árs 2014. Tengdar fréttir Gjöld á reykvískt barnafólk hækka Leikskólagjöld hækka um allt að 11,5 prósent samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Mesta hækka gjöldin á einstæða foreldra og öryrkja. Skólamáltíðir hækka um eitt þúsund krónur, 15,2 prósent. 30. október 2013 06:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Diego er fundinn heill á húfi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Sjá meira
Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að hætta við áformaðar hækkanir á gjaldskrám í öllum þjónustuflokkum Reykjavíkurborgar sem taka áttu gildi 1. janúar. Hætt verður við hækkanir á gjaldskrám vegna leikskóla, skólamáltíða, frístundaheimila, bókasafnsskírteina, sundlaugakorta og vegna þjónustu sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar veitir.Sterk viðbrögð við hækkunum „Við höfum verið að miða að því að láta okkar gjaldskrár fylgja verðlagi, þær eru reyndar mjög ódýrar, ódýrastar á höfuðborgarsvæðinu og þó víðar væri leitað. En það komu fram mjög sterk viðbrögð við þessum hækkunum, sérstaklega frá verkalýðsforystunni og Samtökum atvinnulífsins. Í ljós kom að menn hafa verið að reyna að ganga í takt til að hamla verðlagshækkunum almennt og þessir aðilar litu svo á að hækkanirnar gætu ýtt af stað keðjuverkun,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr. „Við erum því tilbúin að draga þetta til baka til að leggja okkar af mörkum til að koma í veg fyrir víxlverkun þar sem enginn græðir og allir tapa.“S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra.Aðspurður hvort hækkanirnar hafi þá ekki verið óþarfar til að byrja með segir S. Björn: „Nei, við gáfum okkar ákveðnar forsendur í þessu fyrst. Núna gerum við ráð fyrir lægri verðbólgu heldur en var áætlað upphaflega og gerum ráð fyrir meiri stöðugleika í efnahagsmálum þjóðarinnar en áður var áætlað. Ef allir ganga í takt getur það gengið upp og þetta er okkar innlegg í þá göngu.“Áskilja sér rétt til endurskoðunar Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin taki með þessu frumkvæði í því að farin verði ný leið í komandi kjarasamningum með því að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt. Þá segir að frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar byggi á forsendum Þjóðhagsspár Hagstofu Íslands frá því í júní. Náist almenn samstaða um átak til að sporna við víxlverkunum launa og verðlags og þess í stað lögð áhersla á varanlega aukningu kaupmáttar í komandi kjarasamningum geta gjaldskrárhækkanir borgarinnar staðið óbreyttar út næsta ár. Ef forsendur bregðast hins vegar áskilur borgin sér rétt til að taka gjaldskrár til endurskoðunar á síðari hluta árs 2014.
Tengdar fréttir Gjöld á reykvískt barnafólk hækka Leikskólagjöld hækka um allt að 11,5 prósent samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Mesta hækka gjöldin á einstæða foreldra og öryrkja. Skólamáltíðir hækka um eitt þúsund krónur, 15,2 prósent. 30. október 2013 06:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Diego er fundinn heill á húfi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Sjá meira
Gjöld á reykvískt barnafólk hækka Leikskólagjöld hækka um allt að 11,5 prósent samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Mesta hækka gjöldin á einstæða foreldra og öryrkja. Skólamáltíðir hækka um eitt þúsund krónur, 15,2 prósent. 30. október 2013 06:00