Sport

Fyrrum leikmaður Bears dæmdur í 15 ára fangelsi

Hurd í leik með Bears.
Hurd í leik með Bears.
Sam Hurd var stjarna í NFL-deildinni er hann lék með Chicago Bears og Dallas Cowboys. Ferill hans fékk snöggan endi er hann var handtekinn fyrir að selja og smygla eiturlyfjum.

Í gær var Hurd síðan dæmdur í 15 ára fangelsi og þótti hann sleppa vel. Hann þarf að sitja inni í að minnsta kosti 13 ár.

Hurd flutti mikla ræðu við dómsuppkvaðningu í gær sem virðist hafa haft áhrif á dómarann. Hann átti erfitt með sig og grét nær linnulaust. Í ræðu sinni sagðist hann vera heimskasti dópsali allra tíma.

"Líf mitt er í molum út af slæmum ákvörðunum. Ég var háður maríjúana og allt það slæma sem ég gerði er þeirri fíkn að kenna. Ég var ævintýralega heimskur," sagði Hurd.

Hann á meðal annars að hafa selt öðrum leikmönnum deildarinnar eiturlyf.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×