„Við vorum bara að mótmæla mosku þarna“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. nóvember 2013 11:32 Óskar segir að með verknaðinum hafi þeir verið að „óhelga lóðina“. Facebook /Vilhelm Einn þeirra sem dreifðu svínshausum, blóði og blaðsíðum úr Kóraninum á lóð Félags múslima á Íslandi í fyrradag, segist hafa verið enn á lóðinni þegar lögregla kom á vettvang. Hann segir að tuttugu manna hópur standi á bak við verknaðinn, sem hann kallar gjörning, en fjórir úr hópnum hafi mætt á staðinn og dreift hausunum. Í samtali við Vísi játar maðurinn, Óskar Bjarnason, sem búsettur er í Svíþjóð, verknaðinn en dregur síðan úr hlutdeild sinni.Mér var tjáð að þú hefðir hringt inn á Útvarp Sögu í fyrradag og sagst hafa dreift svínshausunum á moskulóðina. Getur þetta passað? „Já.“Hvers vegna ákveður þú að gera þetta? „Þetta er bara gjörningur. Við vorum bara að mótmæla mosku þarna.“Voruð þið fleiri? „Já já, fjórir. Þrír menn sem gerðu þetta. Ég gerði þetta ekki sjálfur, ég var bara viðstaddur þarna.“ Óskar segir að með verknaðinum hafi þeir verið að „óhelga lóðina“ og nefnir dæmi um sambærileg dæmi í Skandinavíu. „Þetta gerðist víst í gær í Stokkhólmi. Þeir brjóta rúður í moskunum og henda þessu inn þar en við erum ekki svo róttækir á Íslandi.En þetta er engu að síður lögbrot og lögreglan er með málið í rannsókn. „Þá verða þeir bara að rannsaka það.“Hluta sönnunargagnanna var hent í ruslið af starfsmönnum borgarinnar, þar á meðal þremur svínshausum og blóði drifnum blaðsíðum úr Kóraninum.mynd/vilhelmHorfði á lögreglumennina Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag var hluta sönnunargagnanna hent í ruslið af starfsmönnum borgarinnar, þar á meðal þremur svínshausum og blóði drifnum blaðsíðum úr Kóraninum. „Við höfum ekkert í höndunum til að rannsaka,“ sagði Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Óskar segist hafa verið enn á svæðinu þegar lögreglu bar að. „Ég bara stóð þarna og horfði á þá,“ segir Óskar, en lögreglumennirnir höfðu ekki afskipti af honum. Sama dag var Óskar í viðtali á Útvarpi Sögu og viðurkenndi að hafa verið að verki. Björg Thorarensen lagaprófessor segir í samtali við Fréttablaðið í dag að hún telji að skilgreina eigi verknaðinn sem hatursglæp.Í 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.Óskar segir tuttugu manna hóp standa á bak við verknaðinn.mynd/vilhelm„Þeir haga sér eins og skepnur“Óskar segir að með byggingu moskunnar í Sogamýri séu múslimar á Íslandi komnir með herstöð. „Þetta er bara hótun gegn heiminum. Síðan þeir fengu moskur í Svíþjóð til dæmis, þá hafa þeir byrjað að hópa sig saman því þetta eru náttúrlega bara herstöðvar. Þeir hópa sig saman og þeir nauðga konum í Svíþjóð og víðar. Íslam segir þeim að þeir eigi að nauðga. Sænsk kona, hún er hóra. Þeir haga sér alveg eins og skepnur, eins og þú sérð á miðlunum í Svíþjóð og Noregi.“ Hann segir múslima vilja banna krossinn í fána Svíþjóðar því þeir telji hann vera ögrun gegn þeim. „Norskar sjónvarpskonur mega ekki hafa kross lengur á hálsinum í fréttatíma. Það er búið að banna svínalifrarkæfu í skólum í Danmörku því það eru múslimskir krakkar þar. Þeir ætla að taka yfir heiminn og þetta eru bara mótmæli gegn því.“En nú hafa þeir verið hér um nokkuð skeið í öðru húsnæði. „Já, en nú er fólk að vakna til lífsins hér á Íslandi.“Telur þú að starfsemi þeirra muni að einhverju leyti breytast ef þeir skipta um húsnæði? „Já, þegar stór moska kemur þá er þetta bara herstöð. Þar koma skipanir frá og þá fara þeir að ná sér betur saman og sameinast. Það er það sem þeir gera og eru búnir að gera Í Svíþjóð. Þeir voru í litlum kytrum áður, en þegar moskurnar komu fór þetta allt að breytast.“ Róttæk samtök hátt settra manna Óskar telur að enginn úr hópi fjórmenninganna vilji koma fram undir nafni, að honum undanskildum. „Nei það held ég ekki. Enginn úr tuttugu manna hópnum. Þetta eru allt saman hátt settir menn hérna í borginni, ég get sagt þér það strax.Eru þetta samtök? „Samtök? Ja, þeir eru allavega búnir að koma sér saman um það að það verði ekki byggð moska hérna.“ Óskar segir að ekki sé um sama hóp að ræða og stendur á bak við síðuna Mótmælum mosku á Íslandi. „Nei, þetta er miklu róttækari hópur.“Hversu róttækur? „Ég veit það ekki, þeir segjast allavega ætla að halda áfram. Ég er að fara úr landi, ég bý ekkert hérna. Ég er bara í heimsókn.“ Frétt Stöðvar 2 um málið, 27. nóvember s.l. Tengdar fréttir Hatursáróður í Sogamýri „Þetta er alveg óskiljanlegt“ segir varaformaður Félags múslima á Íslandi sem vorkennir þeim sem voru að verki. 27. nóvember 2013 20:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Einn þeirra sem dreifðu svínshausum, blóði og blaðsíðum úr Kóraninum á lóð Félags múslima á Íslandi í fyrradag, segist hafa verið enn á lóðinni þegar lögregla kom á vettvang. Hann segir að tuttugu manna hópur standi á bak við verknaðinn, sem hann kallar gjörning, en fjórir úr hópnum hafi mætt á staðinn og dreift hausunum. Í samtali við Vísi játar maðurinn, Óskar Bjarnason, sem búsettur er í Svíþjóð, verknaðinn en dregur síðan úr hlutdeild sinni.Mér var tjáð að þú hefðir hringt inn á Útvarp Sögu í fyrradag og sagst hafa dreift svínshausunum á moskulóðina. Getur þetta passað? „Já.“Hvers vegna ákveður þú að gera þetta? „Þetta er bara gjörningur. Við vorum bara að mótmæla mosku þarna.“Voruð þið fleiri? „Já já, fjórir. Þrír menn sem gerðu þetta. Ég gerði þetta ekki sjálfur, ég var bara viðstaddur þarna.“ Óskar segir að með verknaðinum hafi þeir verið að „óhelga lóðina“ og nefnir dæmi um sambærileg dæmi í Skandinavíu. „Þetta gerðist víst í gær í Stokkhólmi. Þeir brjóta rúður í moskunum og henda þessu inn þar en við erum ekki svo róttækir á Íslandi.En þetta er engu að síður lögbrot og lögreglan er með málið í rannsókn. „Þá verða þeir bara að rannsaka það.“Hluta sönnunargagnanna var hent í ruslið af starfsmönnum borgarinnar, þar á meðal þremur svínshausum og blóði drifnum blaðsíðum úr Kóraninum.mynd/vilhelmHorfði á lögreglumennina Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag var hluta sönnunargagnanna hent í ruslið af starfsmönnum borgarinnar, þar á meðal þremur svínshausum og blóði drifnum blaðsíðum úr Kóraninum. „Við höfum ekkert í höndunum til að rannsaka,“ sagði Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Óskar segist hafa verið enn á svæðinu þegar lögreglu bar að. „Ég bara stóð þarna og horfði á þá,“ segir Óskar, en lögreglumennirnir höfðu ekki afskipti af honum. Sama dag var Óskar í viðtali á Útvarpi Sögu og viðurkenndi að hafa verið að verki. Björg Thorarensen lagaprófessor segir í samtali við Fréttablaðið í dag að hún telji að skilgreina eigi verknaðinn sem hatursglæp.Í 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.Óskar segir tuttugu manna hóp standa á bak við verknaðinn.mynd/vilhelm„Þeir haga sér eins og skepnur“Óskar segir að með byggingu moskunnar í Sogamýri séu múslimar á Íslandi komnir með herstöð. „Þetta er bara hótun gegn heiminum. Síðan þeir fengu moskur í Svíþjóð til dæmis, þá hafa þeir byrjað að hópa sig saman því þetta eru náttúrlega bara herstöðvar. Þeir hópa sig saman og þeir nauðga konum í Svíþjóð og víðar. Íslam segir þeim að þeir eigi að nauðga. Sænsk kona, hún er hóra. Þeir haga sér alveg eins og skepnur, eins og þú sérð á miðlunum í Svíþjóð og Noregi.“ Hann segir múslima vilja banna krossinn í fána Svíþjóðar því þeir telji hann vera ögrun gegn þeim. „Norskar sjónvarpskonur mega ekki hafa kross lengur á hálsinum í fréttatíma. Það er búið að banna svínalifrarkæfu í skólum í Danmörku því það eru múslimskir krakkar þar. Þeir ætla að taka yfir heiminn og þetta eru bara mótmæli gegn því.“En nú hafa þeir verið hér um nokkuð skeið í öðru húsnæði. „Já, en nú er fólk að vakna til lífsins hér á Íslandi.“Telur þú að starfsemi þeirra muni að einhverju leyti breytast ef þeir skipta um húsnæði? „Já, þegar stór moska kemur þá er þetta bara herstöð. Þar koma skipanir frá og þá fara þeir að ná sér betur saman og sameinast. Það er það sem þeir gera og eru búnir að gera Í Svíþjóð. Þeir voru í litlum kytrum áður, en þegar moskurnar komu fór þetta allt að breytast.“ Róttæk samtök hátt settra manna Óskar telur að enginn úr hópi fjórmenninganna vilji koma fram undir nafni, að honum undanskildum. „Nei það held ég ekki. Enginn úr tuttugu manna hópnum. Þetta eru allt saman hátt settir menn hérna í borginni, ég get sagt þér það strax.Eru þetta samtök? „Samtök? Ja, þeir eru allavega búnir að koma sér saman um það að það verði ekki byggð moska hérna.“ Óskar segir að ekki sé um sama hóp að ræða og stendur á bak við síðuna Mótmælum mosku á Íslandi. „Nei, þetta er miklu róttækari hópur.“Hversu róttækur? „Ég veit það ekki, þeir segjast allavega ætla að halda áfram. Ég er að fara úr landi, ég bý ekkert hérna. Ég er bara í heimsókn.“ Frétt Stöðvar 2 um málið, 27. nóvember s.l.
Tengdar fréttir Hatursáróður í Sogamýri „Þetta er alveg óskiljanlegt“ segir varaformaður Félags múslima á Íslandi sem vorkennir þeim sem voru að verki. 27. nóvember 2013 20:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Hatursáróður í Sogamýri „Þetta er alveg óskiljanlegt“ segir varaformaður Félags múslima á Íslandi sem vorkennir þeim sem voru að verki. 27. nóvember 2013 20:00