Hreyfing komin á síldina Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2013 16:37 Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson Fyrstu upplýsingar af vettvangi í Kolgrafafirði gefa til kynna að síldarsmölun Landhelgisgæslunnar sé að skila árangri. Eggert Magnússon, vettvangsstjóri, segir að þó gangi hægt. „Þetta mjakast, menn þurfa að fikta sig áfram með þetta.“ Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar byrjaði að sprengja í firðinum um þrjú leytið í dag. Tilgangur sprenginganna er að fæla síld úr firðinum. Notast er við svokallað „Thunderflash“ til verksins, en það eru litlar hvellhettur eða smásprengjur sem Landhelgisgæslan notar ef hún þarf til dæmis að kalla kafara úr sjóum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru á þremur léttabátum á firðinum og þeim til aðstoðar eru tíu léttabátar frá síldveiðiskipum á svæðinu. Samkvæmt mælingum Hafrannsóknarstofnunar fyrr í dag voru um 70.000 þúsund tonn af síld innan brúar í Kolgrafafirði. Síðasta vetur drápust um 50.000 tonn af síld í firðinum í tveimur tilvikum. Smásprengjurnar framkalla hávaða og titring neðansjávar en líklega mun enginn verða vart við neitt á yfirborðinu. „Smölun síldar með thunderflash er aðferð sem var á einum tíma notuð við nótaveiðar en er í dag bönnuð. Nokkrar vonir eru bundnar við að þessi aðferð virki við að koma síldinni á hreyfingu og út úr firðinum en hún er gerð að frumkvæði Hafrannsóknarstofnunar,“ segir í tilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Búið er að loka gamla veginum inn fjörðinn á meðan á aðgerðinni stendur, en umferð um þjóðveginn er áfram opin. Þó má búast við umferð viðbragðsaðila á svæðinu og takmörkuðum umferðarhraða. Sigurður Ingi Jóhannsson tekur fram í frétt á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að honum sé ljóst að nokkur áhætta fygli aðgerðinni þó fyllstu varúðar sé gætt. Hans mat er þó að áhættan af því að aðhafast ekki neitt sé mun meiri og það sé ekki réttlætanlegt í ljósi þeirra hagsmuna sem séu í húfi. „Íslenski síldarstofninn er okkur afar verðmætur og skilar að líkindum þjóðarbúinu í ár um 12 milljarða í útflutningstekjur,“ segir í frétt ráðuneytisins. „Vonir standa til að stofninn sé einnig að taka sér vetursetu við Suð-austurland en enn er Breiðafjörður langmikilvægastur fyrir vetrarsetu hans. Í Breiðafirði voru mæld s.l. vetur um 320 þúsund tonn . Síldardauðinn sl. vetur, var metinn um 52 þúsund tonn eða um 10% stofnsins. Þessi afföll úr stofninum voru í raun og veru stórfellt umhverfisslys og sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar meta það svo að lífríki fjarðarins innan brúar sem var, sé nú nánast dautt tæpu ári síðar.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Fyrstu upplýsingar af vettvangi í Kolgrafafirði gefa til kynna að síldarsmölun Landhelgisgæslunnar sé að skila árangri. Eggert Magnússon, vettvangsstjóri, segir að þó gangi hægt. „Þetta mjakast, menn þurfa að fikta sig áfram með þetta.“ Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar byrjaði að sprengja í firðinum um þrjú leytið í dag. Tilgangur sprenginganna er að fæla síld úr firðinum. Notast er við svokallað „Thunderflash“ til verksins, en það eru litlar hvellhettur eða smásprengjur sem Landhelgisgæslan notar ef hún þarf til dæmis að kalla kafara úr sjóum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru á þremur léttabátum á firðinum og þeim til aðstoðar eru tíu léttabátar frá síldveiðiskipum á svæðinu. Samkvæmt mælingum Hafrannsóknarstofnunar fyrr í dag voru um 70.000 þúsund tonn af síld innan brúar í Kolgrafafirði. Síðasta vetur drápust um 50.000 tonn af síld í firðinum í tveimur tilvikum. Smásprengjurnar framkalla hávaða og titring neðansjávar en líklega mun enginn verða vart við neitt á yfirborðinu. „Smölun síldar með thunderflash er aðferð sem var á einum tíma notuð við nótaveiðar en er í dag bönnuð. Nokkrar vonir eru bundnar við að þessi aðferð virki við að koma síldinni á hreyfingu og út úr firðinum en hún er gerð að frumkvæði Hafrannsóknarstofnunar,“ segir í tilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Búið er að loka gamla veginum inn fjörðinn á meðan á aðgerðinni stendur, en umferð um þjóðveginn er áfram opin. Þó má búast við umferð viðbragðsaðila á svæðinu og takmörkuðum umferðarhraða. Sigurður Ingi Jóhannsson tekur fram í frétt á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að honum sé ljóst að nokkur áhætta fygli aðgerðinni þó fyllstu varúðar sé gætt. Hans mat er þó að áhættan af því að aðhafast ekki neitt sé mun meiri og það sé ekki réttlætanlegt í ljósi þeirra hagsmuna sem séu í húfi. „Íslenski síldarstofninn er okkur afar verðmætur og skilar að líkindum þjóðarbúinu í ár um 12 milljarða í útflutningstekjur,“ segir í frétt ráðuneytisins. „Vonir standa til að stofninn sé einnig að taka sér vetursetu við Suð-austurland en enn er Breiðafjörður langmikilvægastur fyrir vetrarsetu hans. Í Breiðafirði voru mæld s.l. vetur um 320 þúsund tonn . Síldardauðinn sl. vetur, var metinn um 52 þúsund tonn eða um 10% stofnsins. Þessi afföll úr stofninum voru í raun og veru stórfellt umhverfisslys og sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar meta það svo að lífríki fjarðarins innan brúar sem var, sé nú nánast dautt tæpu ári síðar.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira