Erlent

Microsoft bregst við meintum njósnum NSA

Stefán Árni Pálsson skrifar
nordicphotos/getty
Tölvurisinn Microsoft hefur ákveðið að bregðast skjót við njósnum Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, með því að koma upp sterkum vörnum og dulkóðum til varnar njósnum en þetta kemur fram í Washington Post.

Vísir greindi frá því í gær að NSA hafi safnaði gögnum um klámnotkun að minnsta kosti sex manna sem stofnunin telur öfgamanna.

Þetta kemur fram í leynilegu skjali frá uppljóstraranum Edward Snowden, og er fullyrt að gagnasöfnunin hafi verið til þess að draga úr trúverðugleika mannanna og grafa undan orðspori þeirra, en mennirnir sex eru allir áhrifamiklir múslímar að mati NSA.

Fram kemur í Washington Post að forsvarsmenn Microsoft ætla að funda í þessari viku og ákveða hvernig eigi að ráðast í málið.

Microsoft mun líklega koma upp öflugum vörnum í öllum þeirra hugbúnaði á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×