Þekktir og valdamiklir menn kaupa vændi Jón Júlíus Karlsson skrifar 27. nóvember 2013 20:30 Þekktir og valdamiklir menn eru meðal þeirra sem kaupa sér vændi á Íslandi. Þetta segir kona sem stundaði vændi í Reykjavík um nokkra ára skeið. Konan vildi ekki koma fram undir nafni til að vernda fjölskyldu sína. Hún segir einnig að almenningur á Íslandi sé ekki tilbúinn fyrir opinskáa umræðu um vændi. Konan sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og í Íslandi í dag. Konan leiddist út í vændi vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Hún var komin í öngstræti - reikningar hlóðust upp og rafmagn hafði verið tekið af heimili hennar. Konunni bauðst færi á að bæta fjárhagsstöðu sína með því að selja líkama sinn í vændi. Hún segir allar tegundir manna leita kaupa sér vændi á Íslandi. „Þeir sem kaupa vændi eru þó yfirleitt menn sem eiga peninga. Þetta eru mikið menn í valdastöðum og þekktir menn í íslensku samfélagi. Ég var með einn kúnna sem var í sjónvarpinu í þessari viku og líka í þeirri síðustu. Ég sé hann alltaf annað slagið,“ segir konan og nefnir sláandi dæmi úr heimi vændis á Íslandi. „Það eru meira að segja feður sem leita eftir kynlífi fyrir syni sína. Drengurinn sé orðinn 16 ára gamall og nú sé kominn tími til að ,gera það' - að þetta væri frábær 16 ára afmælisgjöf. Ég sagði nei við því.“Nafngreina á þá sem kaupa kynlíf Hún segir það ólýðandi að einstaklingar sem brjóta lög og kaupa vændi séu ekki nafngreindir. „Við skiljum það ekki að það skuli vera nafnleynd á mönnum og konum sem kaupa sér aðgang að líkama annarra einstaklinga. Þetta á ekki að eiga sér stað.“ Konan telur að valdhafar í samfélaginu séu að vernda sína. „Þetta eru forstjórar, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn og fréttamenn. Menn úr öllum áttum sem hafa hagsmuna að gæta. Það á að birta nöfn þessara manna. Skömmin er þeirra, skömmin er ekki okkar.“ Nánar má heyra sögu þessarar konu í myndbandinu hér að ofan, og í Ísland í dag-þætti kvöldsins hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fjöldi vændisbrota tífaldast á milli ára Sprenging hefur orðið í fjölda brota vegna kaupa á vændi. Brotafjöldi hefur tífaldast í ár ef miðað er við síðasta ár. 26. nóvember 2013 19:11 Íslenskir feður kaupa vændi fyrir syni sína Kona á miðjum aldri sem fór að stunda vændi fyrir nokkrum árum verður í viðtali við í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Konan er nú hætt og segist aldrei ætla að selja líkama sinn aftur. 27. nóvember 2013 16:05 Seldi blíðu sína á Laugaveginum: 21 fyrir dóm vegna vændiskaupa Þingfesting í máli 21 meints vændiskaupanda fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þinghaldið var lokað. Mennirnir eru taldir hafa greitt fyrir vændi hjá konu í húsi við Laugaveg. 26. nóvember 2013 16:13 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Þekktir og valdamiklir menn eru meðal þeirra sem kaupa sér vændi á Íslandi. Þetta segir kona sem stundaði vændi í Reykjavík um nokkra ára skeið. Konan vildi ekki koma fram undir nafni til að vernda fjölskyldu sína. Hún segir einnig að almenningur á Íslandi sé ekki tilbúinn fyrir opinskáa umræðu um vændi. Konan sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og í Íslandi í dag. Konan leiddist út í vændi vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Hún var komin í öngstræti - reikningar hlóðust upp og rafmagn hafði verið tekið af heimili hennar. Konunni bauðst færi á að bæta fjárhagsstöðu sína með því að selja líkama sinn í vændi. Hún segir allar tegundir manna leita kaupa sér vændi á Íslandi. „Þeir sem kaupa vændi eru þó yfirleitt menn sem eiga peninga. Þetta eru mikið menn í valdastöðum og þekktir menn í íslensku samfélagi. Ég var með einn kúnna sem var í sjónvarpinu í þessari viku og líka í þeirri síðustu. Ég sé hann alltaf annað slagið,“ segir konan og nefnir sláandi dæmi úr heimi vændis á Íslandi. „Það eru meira að segja feður sem leita eftir kynlífi fyrir syni sína. Drengurinn sé orðinn 16 ára gamall og nú sé kominn tími til að ,gera það' - að þetta væri frábær 16 ára afmælisgjöf. Ég sagði nei við því.“Nafngreina á þá sem kaupa kynlíf Hún segir það ólýðandi að einstaklingar sem brjóta lög og kaupa vændi séu ekki nafngreindir. „Við skiljum það ekki að það skuli vera nafnleynd á mönnum og konum sem kaupa sér aðgang að líkama annarra einstaklinga. Þetta á ekki að eiga sér stað.“ Konan telur að valdhafar í samfélaginu séu að vernda sína. „Þetta eru forstjórar, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn og fréttamenn. Menn úr öllum áttum sem hafa hagsmuna að gæta. Það á að birta nöfn þessara manna. Skömmin er þeirra, skömmin er ekki okkar.“ Nánar má heyra sögu þessarar konu í myndbandinu hér að ofan, og í Ísland í dag-þætti kvöldsins hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fjöldi vændisbrota tífaldast á milli ára Sprenging hefur orðið í fjölda brota vegna kaupa á vændi. Brotafjöldi hefur tífaldast í ár ef miðað er við síðasta ár. 26. nóvember 2013 19:11 Íslenskir feður kaupa vændi fyrir syni sína Kona á miðjum aldri sem fór að stunda vændi fyrir nokkrum árum verður í viðtali við í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Konan er nú hætt og segist aldrei ætla að selja líkama sinn aftur. 27. nóvember 2013 16:05 Seldi blíðu sína á Laugaveginum: 21 fyrir dóm vegna vændiskaupa Þingfesting í máli 21 meints vændiskaupanda fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þinghaldið var lokað. Mennirnir eru taldir hafa greitt fyrir vændi hjá konu í húsi við Laugaveg. 26. nóvember 2013 16:13 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Fjöldi vændisbrota tífaldast á milli ára Sprenging hefur orðið í fjölda brota vegna kaupa á vændi. Brotafjöldi hefur tífaldast í ár ef miðað er við síðasta ár. 26. nóvember 2013 19:11
Íslenskir feður kaupa vændi fyrir syni sína Kona á miðjum aldri sem fór að stunda vændi fyrir nokkrum árum verður í viðtali við í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Konan er nú hætt og segist aldrei ætla að selja líkama sinn aftur. 27. nóvember 2013 16:05
Seldi blíðu sína á Laugaveginum: 21 fyrir dóm vegna vændiskaupa Þingfesting í máli 21 meints vændiskaupanda fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þinghaldið var lokað. Mennirnir eru taldir hafa greitt fyrir vændi hjá konu í húsi við Laugaveg. 26. nóvember 2013 16:13