Íslenski boltinn

Óvenjumargir kvendómarar á Íslandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stjörnustelpur fagna Íslandsmeistaratitli sínum síðastliðið sumar.
Stjörnustelpur fagna Íslandsmeistaratitli sínum síðastliðið sumar. Mynd/Daníel
Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út nokkuð ítarlega skýrslu til að varpa ljósi á stöðu kvennaknattspyrnu í álfunni.

Í skýrslunni, sem lesa má í heild sinni hér, kennir ýmissa grasa. Skoðuð er staða kvennaknattspyrnu í álfunni sem heild en einnig í hverju og einu aðildarríkinu.

Mikil fjölgun hefur verið hvað iðkendur varðar í kvennaknattspyrnu í álfunni undanfarna tæpa þrjá áratugi. Árið 1985 voru iðkendur um 240 þúsund en eru í dag í kringum 1200 þúsund. Um fimmföldun er að ræða.

Iðkendur á Íslandi eru hlutfallslega margir miðað við aðrar Evrópuþjóðir. Hins vegar er umhugsunarefni að á meðan iðkendum hefur fjölgað á öðrum Norðurlöndum og víða undanfarin fimm ár hefur orðið fækkun hér á landi þó lítil sé.

Þannig voru 6.470 iðkendur skráðir árin 2009-2010 en voru 6.030 árin 2012-2013.

Íslendingar virðast þó standa nokkuð vel þegar kemur að kvendómurum. Þannig er Ísland í sjötta sæti yfir fjölda kvendómara sem eru 176 talsins. Finnar hafa 219 kvendómara en aðrar þjóðir minna. Fjölda þeirra á hinum Norðurlöndunum má sjá að neðan.

Finnland (219)

Noregur (93)

Danmörk (64)

Svíþjóð (49)

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×