Starfsmönnum fækkað um 60 hjá RÚV - 39 sagt upp í dag 27. nóvember 2013 08:48 Ríkisútvarpið ætlar að skera niður um fimmhundruð milljónir króna og fækka starfsmönnum um sextíu. Þrjátíu og níu uppsagnir koma nú þegar til framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að Ríkisútvarpið standi nú „frammi fyrir verulegum niðurskurði í rekstri, sem leiðir af ákvörðunum stjórnvalda allt frá hruni.“ Enn fremur segir að fjárlagafrumvarpið feli í sér tæplega 300 milljóna króna raunlækkun á tekjum Ríkisútvarpsins samanborið við síðasta ár - „en 400 milljóna króna skerðingu sé miðað við það sem gert er ráð fyrir í gildandi lögum og rekstraráætlanir félagsins byggjast á.“Auglýsingatekjur RÚV lækka um hundrað milljónir Þá benda forsvarsmenn RÚV á að áætlaðar auglýsingatekjur hafi lækkað svo nemur meira en 100 milljónum króna milli ára „vegna samdráttar á markaði.“ Einnig segir að í fjárlagafrumvarpinu komi fram að þegar að því komi að útvarpsgjaldið renni óskert til RÚV, sem á gerast frá og með árinu 2016, verði búið að lækka það um 500 milljónir króna. „Þannig má segja að áhrif hrunsins verði lögfest inni í rekstri Ríkisútvarpsins til frambúðar - og stjórnvöld hafi ákveðið að lækka þjónustutekjur félagsins til fyrirsjáanlegrar framtíðar um tæpan milljarð króna, eða um rúmlega 20% að raunvirði frá árinu 2009.“ „Til viðbótar þessu kemur svo til framkvæmda um næstu áramót lögþvinguð lækkun á tekjum af kostun og auglýsingum, sem nemur um 400 milljónum króna.“ segir ennfremur. Þetta þýðir samandregið, að árlegan rekstrarkostnað RÚV þarf að draga saman um 500 milljónir, „komi ekki til enn frekari skerðingar á tekjum RÚV við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, sem þá bætist við þessa upphæð.“Fækkað um 60 - 39 reknir nú þegar Ein af afleiðingum þessa samdráttar eru uppsagnir hjá stofnuninni og er gert ráð fyrir að þeim fækki um 60, og „þar af verða beinar uppsagnir 39 sem koma til framkvæmda nú þegar,“ segir í tilkynningunni. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir einnig óhjákvæmilegt að niðurskurðurinn hafi áhrif á dagskrána. „Hann mun bæði sjást og heyrast. Nokkrir dagskrárliðir í útvarpi og sjónvarpi munu hverfa, öðrum fækkar og enn aðrir breytast og þynnast. Fréttatímar munu styttast og þeim mun fækka“, segir Páll. Hann bendir á að það láti nærri að þjónustutekjur Ríkisútvarpsins hafi dregist saman um rúmlega 20% að raungildi á fimm ára tímabili. „Okkur hefur hingað til tekist að verja dagskrána sjálfa furðu vel fyrir þessum samdrætti, - annars vegar með mikilli lækkun á öðrum rekstrarkostnaði og hins vegar með nokkurri aukningu á kostunar- og auglýsingatekjum. Nú verður ekki lengra gengið í lækkun á öðrum kostnaði og sömuleiðis tekur við lögþvinguð lækkun á kostunar- og auglýsingatekjum RÚV um næstu áramót – ofan á almennan samdrátt á þeim markaði.“„Dagskrárgæðin rýrna óhjákvæmilega“ Páll segir því ekki aðrar leiðir færar til að mæta þessum aðgerðum stjórnvalda en að fækka starfsfólki og draga saman í dagskrá. „Við munum auðvitað halda áfram að leggja okkur öll fram um að veita eigendum Ríkisútvarpsins – fólkinu í landinu – eins góða þjónustu og frekast er unnt, miðað við þá skertu fjármuni sem eru til ráðstöfunar.“ Útvarpsstjóri segir að ekki sé um flatan niðurskurð á allri dagskrárstarfsemi að ræða heldur er forgangsraðað í samræmi við lögbundnar skyldur og stefnumörkun Ríkisútvarpsins. „Grunnþjónustan verður áfram til staðar en dagskrárgæðin rýrna óhjákvæmilega“. Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Ríkisútvarpið ætlar að skera niður um fimmhundruð milljónir króna og fækka starfsmönnum um sextíu. Þrjátíu og níu uppsagnir koma nú þegar til framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að Ríkisútvarpið standi nú „frammi fyrir verulegum niðurskurði í rekstri, sem leiðir af ákvörðunum stjórnvalda allt frá hruni.“ Enn fremur segir að fjárlagafrumvarpið feli í sér tæplega 300 milljóna króna raunlækkun á tekjum Ríkisútvarpsins samanborið við síðasta ár - „en 400 milljóna króna skerðingu sé miðað við það sem gert er ráð fyrir í gildandi lögum og rekstraráætlanir félagsins byggjast á.“Auglýsingatekjur RÚV lækka um hundrað milljónir Þá benda forsvarsmenn RÚV á að áætlaðar auglýsingatekjur hafi lækkað svo nemur meira en 100 milljónum króna milli ára „vegna samdráttar á markaði.“ Einnig segir að í fjárlagafrumvarpinu komi fram að þegar að því komi að útvarpsgjaldið renni óskert til RÚV, sem á gerast frá og með árinu 2016, verði búið að lækka það um 500 milljónir króna. „Þannig má segja að áhrif hrunsins verði lögfest inni í rekstri Ríkisútvarpsins til frambúðar - og stjórnvöld hafi ákveðið að lækka þjónustutekjur félagsins til fyrirsjáanlegrar framtíðar um tæpan milljarð króna, eða um rúmlega 20% að raunvirði frá árinu 2009.“ „Til viðbótar þessu kemur svo til framkvæmda um næstu áramót lögþvinguð lækkun á tekjum af kostun og auglýsingum, sem nemur um 400 milljónum króna.“ segir ennfremur. Þetta þýðir samandregið, að árlegan rekstrarkostnað RÚV þarf að draga saman um 500 milljónir, „komi ekki til enn frekari skerðingar á tekjum RÚV við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, sem þá bætist við þessa upphæð.“Fækkað um 60 - 39 reknir nú þegar Ein af afleiðingum þessa samdráttar eru uppsagnir hjá stofnuninni og er gert ráð fyrir að þeim fækki um 60, og „þar af verða beinar uppsagnir 39 sem koma til framkvæmda nú þegar,“ segir í tilkynningunni. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir einnig óhjákvæmilegt að niðurskurðurinn hafi áhrif á dagskrána. „Hann mun bæði sjást og heyrast. Nokkrir dagskrárliðir í útvarpi og sjónvarpi munu hverfa, öðrum fækkar og enn aðrir breytast og þynnast. Fréttatímar munu styttast og þeim mun fækka“, segir Páll. Hann bendir á að það láti nærri að þjónustutekjur Ríkisútvarpsins hafi dregist saman um rúmlega 20% að raungildi á fimm ára tímabili. „Okkur hefur hingað til tekist að verja dagskrána sjálfa furðu vel fyrir þessum samdrætti, - annars vegar með mikilli lækkun á öðrum rekstrarkostnaði og hins vegar með nokkurri aukningu á kostunar- og auglýsingatekjum. Nú verður ekki lengra gengið í lækkun á öðrum kostnaði og sömuleiðis tekur við lögþvinguð lækkun á kostunar- og auglýsingatekjum RÚV um næstu áramót – ofan á almennan samdrátt á þeim markaði.“„Dagskrárgæðin rýrna óhjákvæmilega“ Páll segir því ekki aðrar leiðir færar til að mæta þessum aðgerðum stjórnvalda en að fækka starfsfólki og draga saman í dagskrá. „Við munum auðvitað halda áfram að leggja okkur öll fram um að veita eigendum Ríkisútvarpsins – fólkinu í landinu – eins góða þjónustu og frekast er unnt, miðað við þá skertu fjármuni sem eru til ráðstöfunar.“ Útvarpsstjóri segir að ekki sé um flatan niðurskurð á allri dagskrárstarfsemi að ræða heldur er forgangsraðað í samræmi við lögbundnar skyldur og stefnumörkun Ríkisútvarpsins. „Grunnþjónustan verður áfram til staðar en dagskrárgæðin rýrna óhjákvæmilega“.
Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira