Íslenskur þjálfari slapp naumlega frá drápshvelinu Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 26. nóvember 2013 06:45 Sigfús Halldórsson var fyrsti þjálfari Tilikums. Sigfús Halldórsson var fyrsti þjálfari háhyrningsins Tilikums, sem þekktur er fyrir að hafa drepið þrjár manneskjur, og gæti nú verið væntanlegur til Íslands. Háhyrningurinn réðst á Sigfús þegar verið var að færa hann milli lauga í Sædýrasafninu, beit góðan bút úr baki blautbúningsins og dró hann niður. Vísir og fleiri miðlar hafa greint frá því að fyrir liggur ósk um það hjá sjávarútvegsráðuneytinu að gefið verði grænt ljós á að háhyrningurinn Tilikum verði fluttur til Íslands og honum sleppt lausum við Íslandsstrendur en hann var veiddur hér við land árið 1983. Þaðan var hann fluttur í stóra laug í Sædýrasafninu. Þá hafði hann þegar verið seldur til Kanada en var í aðlögun í Hafnarfirði og það kom í hlut Sigfúsar Halldórssonar tölvunarfræðings, sem nú er búsettur á Englandi, að þjálfa hvalinn. Tilikum er þekktur fyrir að hafa drepið þrjár manneskjur og um hann fjallar heimildamyndin Blackfish. „Jú, þetta er víst hann. Þegar ég las fréttina um þann síðasta sem hann drap, þá fletti ég þessu upp og það stemmir. Þetta er vinur minn frá í Sædýrasafninu,“ segir Sigfús. Þá voru þrír háhyrningar í Sædýrasafninu og var Tilikum þeirra minnstur. Hann var tekin í sérstaka þjálfun og annaðist Sigfús hana ásamt því að fóðra háhyrningana á síld. Tvær stórar laugar voru í Sædýrasafninu og fyrst var reynt að lokka Tilikum yfir. Það tókst ekki þannig að það þurfti að setja um hann ól og hífa hann á milli með sérstökum hlaupaketti sem komið hafði verið fyrir í lofti laugarhússins.Sigfús og háhyrningurinn voru á forsíðu Morgunblaðsins 26. febrúar 1984.„Ég stökk útí, í flónsku minni, til að ná í grindina sem smeygt hafði verið þarna á milli. Hann virðist hafa reiðst því að vera færður frá hinum því hann kom aftan að mér, greip um mittið á mér og dró mig niður. Hann reif góðan hluta úr baki blautbúningsins sem ég var í. Ég náði einhvern veginn að stökkva uppúr. Þetta var fyrir þjálfun.“ Sigfús segir að fyrir utan þetta atvik hafi Tilikum verið ljúfur. „Þetta var vinur minn. Ég fór oft með höndina uppí kjaftinn á honum og klóraði honum um tunguna. Það þótti honum gott. Hann var blíður nema þegar hann reiddist þarna.“ Þjálfunin gekk út á að láta hann hoppa við skipun upp í litla plastbauju og svo skyrpti hann á gesti og það þótti mikið sport. Sigfús segir að þetta hafi verið einstakt, að hafa komið að þessari þjálfun þó hann hafi ekki gert sér grein fyrir því þá . Þetta var nokkurra mánaða tímabil og svo var háhyrningurinn fluttur út til Kanada.En, finnst Sigfúsi hann ekki bera neina ábyrgð, sem fyrsti þjálfari Tilikums? „Jú, óneitanlega. Svolítið. Að hafa komið honum á bragðið á sínum tíma.“ Sigfúsi bauðst að fylgja Tilikum til Kanada og leggja þar stund á þjálfun háhyrninga og sæljóna. En ekkert varð af því – kannski sem betur fer, þó Sigfús telji ólíklegt að vinur hans Tilikum hefði ráðist á sig aftur. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Sigfús Halldórsson var fyrsti þjálfari háhyrningsins Tilikums, sem þekktur er fyrir að hafa drepið þrjár manneskjur, og gæti nú verið væntanlegur til Íslands. Háhyrningurinn réðst á Sigfús þegar verið var að færa hann milli lauga í Sædýrasafninu, beit góðan bút úr baki blautbúningsins og dró hann niður. Vísir og fleiri miðlar hafa greint frá því að fyrir liggur ósk um það hjá sjávarútvegsráðuneytinu að gefið verði grænt ljós á að háhyrningurinn Tilikum verði fluttur til Íslands og honum sleppt lausum við Íslandsstrendur en hann var veiddur hér við land árið 1983. Þaðan var hann fluttur í stóra laug í Sædýrasafninu. Þá hafði hann þegar verið seldur til Kanada en var í aðlögun í Hafnarfirði og það kom í hlut Sigfúsar Halldórssonar tölvunarfræðings, sem nú er búsettur á Englandi, að þjálfa hvalinn. Tilikum er þekktur fyrir að hafa drepið þrjár manneskjur og um hann fjallar heimildamyndin Blackfish. „Jú, þetta er víst hann. Þegar ég las fréttina um þann síðasta sem hann drap, þá fletti ég þessu upp og það stemmir. Þetta er vinur minn frá í Sædýrasafninu,“ segir Sigfús. Þá voru þrír háhyrningar í Sædýrasafninu og var Tilikum þeirra minnstur. Hann var tekin í sérstaka þjálfun og annaðist Sigfús hana ásamt því að fóðra háhyrningana á síld. Tvær stórar laugar voru í Sædýrasafninu og fyrst var reynt að lokka Tilikum yfir. Það tókst ekki þannig að það þurfti að setja um hann ól og hífa hann á milli með sérstökum hlaupaketti sem komið hafði verið fyrir í lofti laugarhússins.Sigfús og háhyrningurinn voru á forsíðu Morgunblaðsins 26. febrúar 1984.„Ég stökk útí, í flónsku minni, til að ná í grindina sem smeygt hafði verið þarna á milli. Hann virðist hafa reiðst því að vera færður frá hinum því hann kom aftan að mér, greip um mittið á mér og dró mig niður. Hann reif góðan hluta úr baki blautbúningsins sem ég var í. Ég náði einhvern veginn að stökkva uppúr. Þetta var fyrir þjálfun.“ Sigfús segir að fyrir utan þetta atvik hafi Tilikum verið ljúfur. „Þetta var vinur minn. Ég fór oft með höndina uppí kjaftinn á honum og klóraði honum um tunguna. Það þótti honum gott. Hann var blíður nema þegar hann reiddist þarna.“ Þjálfunin gekk út á að láta hann hoppa við skipun upp í litla plastbauju og svo skyrpti hann á gesti og það þótti mikið sport. Sigfús segir að þetta hafi verið einstakt, að hafa komið að þessari þjálfun þó hann hafi ekki gert sér grein fyrir því þá . Þetta var nokkurra mánaða tímabil og svo var háhyrningurinn fluttur út til Kanada.En, finnst Sigfúsi hann ekki bera neina ábyrgð, sem fyrsti þjálfari Tilikums? „Jú, óneitanlega. Svolítið. Að hafa komið honum á bragðið á sínum tíma.“ Sigfúsi bauðst að fylgja Tilikum til Kanada og leggja þar stund á þjálfun háhyrninga og sæljóna. En ekkert varð af því – kannski sem betur fer, þó Sigfús telji ólíklegt að vinur hans Tilikum hefði ráðist á sig aftur.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira