Drápsháhyrningurinn Tilikum mögulega á heimleið Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. nóvember 2013 19:54 Háhyrningurinn Tilikum, sem orðið hefur þremur einstaklingum að bana, hefur verið sýningagripur um áratuga skeið. Hann var veiddur við Íslandsstrendur snemma á níunda áratugnum og var fyrst um sinn í hvalalauginni í Hafnarfirði. Sjávarútvegsráðuneytið hefur fengið fyrirspurn frá bandarísku fyrirtæki að Tilikum verði færður aftur heim í íslenska lögsögu. Fjallað er ítarlega um Tilikum í heimildarmyndinni Blackfish sem sýnd hefur verið á kvikmyndahátíðum í ár. Árið 2010 varð Tilikum þjálfara sínum Dawn Brancheu að bana í SeaWorld í sædýragarðinum. Tugir gesta urðu vitni af atvikinu þegar Tilikum dró Brancheu með sér á kaf þar til að hún drukknaði. Fréttamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson þekkir háhyrninginn Tilikum vel. Hann starfaði í Hvalalauginni í Hafnarfirði fyrir 30 árum þegar Tilikum var hér á landi. „Hér var ég með Tilikum, drápshvalnum mikla, að leiða hann hér um, hring eftir hring,“ segir Jakob. Honum líst ágætlega á að fá háhyrninginn aftur heim til Íslands.Jakob Bjarnar Grétarsson.„Nú er verið að skoða það hvort ekki sé rétt að senda hann heim. Ég fagna því auðvitað, að vera kannski að fara að hitta á ný þennan vin. Kannski var ég einmitt að leiða Tilikum hér í lauginni á sínum tíma. Ég myndi auðvitað taka á móti honum en segja ,skamm skamm, svona gerir maður ekki Tilikum',“ segir Jakob Bjarnar og bætir við: „Ég var að ræða við Gísla Víkingsson hvalasérfræðing um þetta mál í morgun. Honum líst ekki vel á þetta og það væri ekki til fagnaðar að reyna að láta svona sirkusdýr aðlagast aftur náttúrunni. Ég heyrði hugmynd í dag um að það væri kannski hægt að setja Tilikum í Kolgrafarfjörð. Það væru tvær flugur í einu höggi.“ Tengdar fréttir Vilja senda drápshvalinn heim Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands. 25. nóvember 2013 15:09 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Háhyrningurinn Tilikum, sem orðið hefur þremur einstaklingum að bana, hefur verið sýningagripur um áratuga skeið. Hann var veiddur við Íslandsstrendur snemma á níunda áratugnum og var fyrst um sinn í hvalalauginni í Hafnarfirði. Sjávarútvegsráðuneytið hefur fengið fyrirspurn frá bandarísku fyrirtæki að Tilikum verði færður aftur heim í íslenska lögsögu. Fjallað er ítarlega um Tilikum í heimildarmyndinni Blackfish sem sýnd hefur verið á kvikmyndahátíðum í ár. Árið 2010 varð Tilikum þjálfara sínum Dawn Brancheu að bana í SeaWorld í sædýragarðinum. Tugir gesta urðu vitni af atvikinu þegar Tilikum dró Brancheu með sér á kaf þar til að hún drukknaði. Fréttamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson þekkir háhyrninginn Tilikum vel. Hann starfaði í Hvalalauginni í Hafnarfirði fyrir 30 árum þegar Tilikum var hér á landi. „Hér var ég með Tilikum, drápshvalnum mikla, að leiða hann hér um, hring eftir hring,“ segir Jakob. Honum líst ágætlega á að fá háhyrninginn aftur heim til Íslands.Jakob Bjarnar Grétarsson.„Nú er verið að skoða það hvort ekki sé rétt að senda hann heim. Ég fagna því auðvitað, að vera kannski að fara að hitta á ný þennan vin. Kannski var ég einmitt að leiða Tilikum hér í lauginni á sínum tíma. Ég myndi auðvitað taka á móti honum en segja ,skamm skamm, svona gerir maður ekki Tilikum',“ segir Jakob Bjarnar og bætir við: „Ég var að ræða við Gísla Víkingsson hvalasérfræðing um þetta mál í morgun. Honum líst ekki vel á þetta og það væri ekki til fagnaðar að reyna að láta svona sirkusdýr aðlagast aftur náttúrunni. Ég heyrði hugmynd í dag um að það væri kannski hægt að setja Tilikum í Kolgrafarfjörð. Það væru tvær flugur í einu höggi.“
Tengdar fréttir Vilja senda drápshvalinn heim Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands. 25. nóvember 2013 15:09 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Vilja senda drápshvalinn heim Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands. 25. nóvember 2013 15:09