Árni Páll: Ekki framganga sem sæmir forsætisráðherra í lýðræðisríki Höskuldur Kári Schram skrifar 25. nóvember 2013 13:18 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar furðar sig á yfirlýsingu Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að stjórnarandstaðan muni ekki hika við að ljúga til að gagnrýna skuldatillögur ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð skaut föstum skotum á stjórnarandstöðuna í ræðu á miðstjórnarfundi framsóknarmanna á Selfossi um helgina. Sigmundur sagði að stjórnarandstaðan væri ekki búin að sætta sig við kosningaósigurinn í vor og að flokkarnir muni ekki hika við að ljúga til að gagnrýna boðaðar skuldatillögur ríkisstjórnarinnar sem stendur til að kynna síðar í þessari viku. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, furðar sig á þessum yfirlýsingum. „Forsætisráðherra hefur frá því að hann tók við séð óvini í hverju horni. Mér finnst í sjálfu sér engin sérstök ástæða fyrir mig að taka það eitthvað sérstaklega til mín eða til okkar í Samfylkingunni. Maður hefur séð margt til forsætisráðherra á fyrri tíð en kannski ekki að menn reyni að þagga niður viðbrögð við tillögum sem eru ekki einu sinni komnar fram,“ segir Árni. Hann segir að yfirlýsingar af þessu tagi séu ekki til þess fallnar að skapa málefnalega umræðu. „Þetta er auðvitað ekki framganga sem sæmir forsætisráðherra í lýðræðisríki. Enginn forsætisráðherra á Vesturlöndum gæti fengið að komast upp með svona talsmáta óáreittur,“ segir Árni. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að það sé ekki vænleg leið til að afla skuldatillögunum fylgis að gera stjórnarandstöðunni upp skoðanir með þessum hætti. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir að málflutningur forsætisráðherra sé mjög undarlegur. „Við í Bjartri framtíð höfum verið mjög málefnaleg þegar kemur að þessum málum. Við studdum það að ríkisstjórnin fengi ráðrúm til að útfæra þessi kosningaloforð. Við höfum með málefnalegum og ígrunduðum hætti lýst yfir okkar efasemdum um að það sé hægt gera þetta og við munum bara halda áfram að vera málefnaleg í okkar málflutningi þegar kemur að skuldamálum heimilanna,“ segir Guðmundur. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar furðar sig á yfirlýsingu Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að stjórnarandstaðan muni ekki hika við að ljúga til að gagnrýna skuldatillögur ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð skaut föstum skotum á stjórnarandstöðuna í ræðu á miðstjórnarfundi framsóknarmanna á Selfossi um helgina. Sigmundur sagði að stjórnarandstaðan væri ekki búin að sætta sig við kosningaósigurinn í vor og að flokkarnir muni ekki hika við að ljúga til að gagnrýna boðaðar skuldatillögur ríkisstjórnarinnar sem stendur til að kynna síðar í þessari viku. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, furðar sig á þessum yfirlýsingum. „Forsætisráðherra hefur frá því að hann tók við séð óvini í hverju horni. Mér finnst í sjálfu sér engin sérstök ástæða fyrir mig að taka það eitthvað sérstaklega til mín eða til okkar í Samfylkingunni. Maður hefur séð margt til forsætisráðherra á fyrri tíð en kannski ekki að menn reyni að þagga niður viðbrögð við tillögum sem eru ekki einu sinni komnar fram,“ segir Árni. Hann segir að yfirlýsingar af þessu tagi séu ekki til þess fallnar að skapa málefnalega umræðu. „Þetta er auðvitað ekki framganga sem sæmir forsætisráðherra í lýðræðisríki. Enginn forsætisráðherra á Vesturlöndum gæti fengið að komast upp með svona talsmáta óáreittur,“ segir Árni. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að það sé ekki vænleg leið til að afla skuldatillögunum fylgis að gera stjórnarandstöðunni upp skoðanir með þessum hætti. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir að málflutningur forsætisráðherra sé mjög undarlegur. „Við í Bjartri framtíð höfum verið mjög málefnaleg þegar kemur að þessum málum. Við studdum það að ríkisstjórnin fengi ráðrúm til að útfæra þessi kosningaloforð. Við höfum með málefnalegum og ígrunduðum hætti lýst yfir okkar efasemdum um að það sé hægt gera þetta og við munum bara halda áfram að vera málefnaleg í okkar málflutningi þegar kemur að skuldamálum heimilanna,“ segir Guðmundur.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira