Innlent

Kröfðust þess að félaginn yrði leystur úr haldi

Nokkuð ónæði var af fólkinu sem vildi fá félaga sinn leystan úr haldi. Það bar þó ekki árangur.
Nokkuð ónæði var af fólkinu sem vildi fá félaga sinn leystan úr haldi. Það bar þó ekki árangur.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að fjölbýlishúsi í austurborginni um eitt leitið í nótt, vegna hávaða frá samkvæmi. Húsráðandi, sem er kona á þrítugsaldri, lofaði að lækka í tækjunum og þagga niður í gestunum, en þegar það gekk ekki eftir kom lögreglan aftur á vettvang.

Þá bað húsráðandi um aðstoð við að koma gestunum út. Þegar því var lokið og lögreglumenn komu aftur út, hafði einn gestanna girt niður um sig og sat berrassaður á vélarhlíf lögreglubílsins.

Hann veitti mikinn mótþróa við handtökuna, en var vistaður í fangageymslu. Nokkrir gestanna komu nokkru síðar á lögreglustöðina við Hverfisgötu og kröfðust þess að fá manninn lausan, og var nokkuð ónæði af þeim þar, segir í skeyti frá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×